Dansinn er mín ástríða 12. janúar 2005 00:01 "Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Að mínu mati er dansinn besta líkamsræktin," segir Guðrún Inga Torfadóttir dansari sem kennir freestyle-dans í líkamsræktarstöðinni Laugum. Tímarnir hjá Guðrúnu eru fyrir alla auk þess sem hún er með sérstaka tíma fyrir þá sem eru komnir yfir 16 ára aldur. Samkvæmt henni þarf fólk ekki að kunna neina undirstöðu áður en það kemur í tímana enda snýst þetta mest um að hreyfa sig og hafa gaman. "Mér finnst freestyle skemmtilegasta dansformið enda er þetta mjög fjörugt," segir Guðrún Inga og bætir við að dansinn sé afar svipaður því sem við sjáum á tónlistarsjónvarpsstöðinni Mtv. Guðrún Inga kennir dansinn ásamt Nönnu Ósk Jónsdóttur dansara en þær semja allt sjálfar en fá góðan innblástur frá stjörnunum á Mtv. Guðrún Inga útskrifaðist úr nútímadansbraut Listadansskóla Íslands en hefur verið að dansa síðan hún man eftir sér og er því með afar breiðan grunn. Hún er einnig að klára lögfræðina í Háskóla Reykjavíkur og stefnir á mastersnám að því loknu. "Ég hef alltaf verið bæði í námi og skóla og þannig held ég góðu jafnvægi. Í rauninni held ég að ég gæti ekki verið án dansins því hann gefur mér svo mikið." Samkvæmt Guðrúnu Ingu eru karlmenn mun feimnari við dans heldur en kvenfólk. Hún hefur þó fengið nokkra í tíma til sín og segir þá hafa haft gaman af. "Þeir voru að fíla sig mjög vel en það vantar stórlega stráka í þetta. Mér finnst ótrúlegt að þeir skuli ekki prófa þetta en það eru bara einhverjir fordómar hér á landi. Dans er algjörlega fyrir bæði kynin en þetta er bara einhver feimni í strákunum." Guðrún Inga býr með kærastanum sínum, Vali Sævarssyni sem kenndur er við hljómsveitina Buttercup. "Við Valur höfðum lengi kannast við hvort annað en byrjuðum ekki saman fyrr en fyrir nokkrum mánuðum þannig að þetta var löng fæðing. Í rauninni leist okkur ekkert á hvort annað í byrjun, fundumst við svo ólíkar týpur, en svo kom bara allt annað í ljós." Lestu ítarlegt viðtal við Guðrúnu Ingu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira