Hipphoppskór og sjálflýsandi úr 13. janúar 2005 00:01 Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ég get ekki sagt að ég tengist flíkunum í fataskápnum mínum tryggðaböndum. Í augnablikinu eru það þó kannski tveir hlutir sem ég held svolítið upp á. Það eru annars vegar brúnir leður Nike körfuboltaskór sem eru annað hvort endurgerð af gamalli týpu frá sama framleiðanda eða þá að ég hef verið plataður til þess að kaupa gamlar birgðir. En hvað um það, þeir hrinda ótrúlega vel frá sér öllum vökva og henta því prýðisvel í slabbið hér í borg. Einnig eru þeir gæddir svokölluðu "Nike Air" kerfi sem byggist, að ég held, á því að loftpúðum er komið fyrir í sólanum sem á að veita aukna ánægju þegar þrammað er um göturnar," segir Margeir en skórnir rifja upp gamlar minningar. "Þeir minna mig einhverra hluta vegna á ákveðið tímabil í lífi mínu - þegar ég var ungur og reiður hipphoppari í Breiðholtinu. Þá þótti þetta nokkuð fínt - en í mjög litlum hópum reyndar. Flestum öðrum þótti þetta ekki vera merkilegur skófatnaður." "Svo er það tölvustýrða Casio-úrið mitt sem er mörgum fínum eiginleikum gætt. Það er úr ryðfríu stáli og þolir neðansjávarköfun, allt að eitt hundrað metra, ásamt því að vera með innbyggðum vekjara og skeiðklukku, sem getur einnig talið niður. Síðast en ekki síst er hægt að ýta einum af hnöppunum inn til að lýsa úrið upp - sem er mjög hentugt, til dæmis þegar þú vilt vita hvað klukkan er í myrkri," segir Margeir að lokum.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira