Alfreð, Hjörleifur og Þórður Ben 14. janúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudag er umdeildasti stjórnmálamaður Íslands um þessar mundir, Alfreð Þorsteinsson, Hjörleifur Guttormsson sem vann sigur á stórvirkjanavaldinu í vikunni og listamaðurinn Þórður Ben Sveinsson sem hefur stórmerkilegar hugmyndir um framtíð Reykjavíkur. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúa og Pál Vilhjálmsson blaðamann. Fleiri eiga svo eftir að bætast í hópinn. Af nógu er að taka í nokkuð viðburðaríkri viku. Meðal þess sem væntanlega ber á góma eru hræringar í fjölmiðlaheiminum, deilur um Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál, órói innan Framsóknarflokksins, væntanlegt leiðtogakjör í Samfylkingu, ýmsar merkar yfirlýsingar Davíðs Oddssonar frá því um síðustu helgi, listi staðfastra þjóða, ESB, breytingar á stjórnarskrá og Íslendingar og fræga fólkið.. Þátturinn er á dagskrá á sunnudag klukkan 12 í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur seint um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.