Bara svona skokkur 19. janúar 2005 00:01 "Þetta á mjög vel við mig," segir Eva Bjarnadóttir sem er á fyrsta ári í klæðskeradeild Iðnskólans í Reykjavík og hrósar happi yfir að hafa komist þar inn. Hún fór nefnilega til Keníu í haust og hugðist dvelja þar í eitt ár við barnakennslu á vegum alþjóðlegra ungmennaskipta en veiktist illa. Kom því heim en hafði hvergi sótt um skólavist. "Ég náði að troða mér hér inn," segir hún brosandi. Af námsgreinunum á haustönn í Iðnskólanum nefnir hún teikningu, sniðagerð og prufusaum, til dæmis á vösum af ýmsum gerðum. "Það er verið að þjálfa nákvæmni og tækni sem starfið krefst. Maður getur ekki bara fengið nýtt efni þegar verið er að sauma fyrir viðskiptavin," bendir hún á. Námið í deildinni tekur fjögur ár og skiptist í klæðskeranám og kjólameistaranám en þó ekki fyrr en á síðustu önninni. Eva segir auðvelt að ljúka sveinsprófi í báðum greinum því ekki þurfi að bæta við nema einni önn til þess. En skyldi hún vera vön saumaskap. "Já, bara heima hjá mér," svarar hún hikandi og bætir við. "Ég hef ekki verið í saumanámi áður nema í einum valáfanga í MS en hef saumað á sjálfa mig mér til tómstundagamans ef mig hefur vantað föt." Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hún saumaði sjálf á sig kjól fyrir ferminguna en gerir ekki mikið úr því afreki. "Það var mjög einfaldur kjóll, bara svona skokkur." Eva segir fatahönnun og klæðskera-og kjólameistaraiðn oft ruglað saman," segir hún. "Iðnnámið gengur út á að þjóna viðskiptavini sem pantar ákveðna flík og kemur með útlitsmynd eða hugmynd að henni. Auðvitað getur maður farið út í hönnun en það er ekki það sem við erum að læra." Hún er ánægð í saumaskapnum þótt hún sjái ekki fyrir sér hálaunastarf að námi loknu. "Þetta er ekkert peningadjobb en það verða þó vonandi alltaf einhverjir sem vilja láta sérsauma á sig föt." Nám Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Þetta á mjög vel við mig," segir Eva Bjarnadóttir sem er á fyrsta ári í klæðskeradeild Iðnskólans í Reykjavík og hrósar happi yfir að hafa komist þar inn. Hún fór nefnilega til Keníu í haust og hugðist dvelja þar í eitt ár við barnakennslu á vegum alþjóðlegra ungmennaskipta en veiktist illa. Kom því heim en hafði hvergi sótt um skólavist. "Ég náði að troða mér hér inn," segir hún brosandi. Af námsgreinunum á haustönn í Iðnskólanum nefnir hún teikningu, sniðagerð og prufusaum, til dæmis á vösum af ýmsum gerðum. "Það er verið að þjálfa nákvæmni og tækni sem starfið krefst. Maður getur ekki bara fengið nýtt efni þegar verið er að sauma fyrir viðskiptavin," bendir hún á. Námið í deildinni tekur fjögur ár og skiptist í klæðskeranám og kjólameistaranám en þó ekki fyrr en á síðustu önninni. Eva segir auðvelt að ljúka sveinsprófi í báðum greinum því ekki þurfi að bæta við nema einni önn til þess. En skyldi hún vera vön saumaskap. "Já, bara heima hjá mér," svarar hún hikandi og bætir við. "Ég hef ekki verið í saumanámi áður nema í einum valáfanga í MS en hef saumað á sjálfa mig mér til tómstundagamans ef mig hefur vantað föt." Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hún saumaði sjálf á sig kjól fyrir ferminguna en gerir ekki mikið úr því afreki. "Það var mjög einfaldur kjóll, bara svona skokkur." Eva segir fatahönnun og klæðskera-og kjólameistaraiðn oft ruglað saman," segir hún. "Iðnnámið gengur út á að þjóna viðskiptavini sem pantar ákveðna flík og kemur með útlitsmynd eða hugmynd að henni. Auðvitað getur maður farið út í hönnun en það er ekki það sem við erum að læra." Hún er ánægð í saumaskapnum þótt hún sjái ekki fyrir sér hálaunastarf að námi loknu. "Þetta er ekkert peningadjobb en það verða þó vonandi alltaf einhverjir sem vilja láta sérsauma á sig föt."
Nám Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“