Píslarvottar nútímans 21. janúar 2005 00:01 Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun
Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans - samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi. Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson. Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka - og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins...