Innlent

Aðför Fréttablaðsins að Halldóri

Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins og aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að Fréttablaðið sé í herferð gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins. Páll vísar þar til umfjöllunar Fréttablaðsins um aðdraganda Íraksstríðsins og veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða.  Páll Magnússon var gestur í Silfri Egils, ásamt Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni Fréttablaðsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Ólafi Hannibalssyni talsmanni Þjóðarhreyfingarinnar. Páll minnti á að tveir flokkar sætu í ríkisstjórn og formenn beggja þeirra flokka hefðu tekið umdeilda ákvörðun um að Ísland skyldi vera á lista ríkja sem styddu innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak. Páll sagði að Fréttablaðið beindi hins vegar eingöngu spjötum sínum að Framsóknarflokknum og slíkt væri ekkert annað en aðför. Siflur Egils



Fleiri fréttir

Sjá meira


×