Mikilvægt að ná góðri þáttöku 25. janúar 2005 00:01 "Þessir spurningalistar eru liður í geysilega umfangsmikilli norrænni könnun sem fer þannig fram að 80.000 konur á fjórum Norðurlöndum fá senda spurningalista um lífshætti og heilsufar. Ísland er með jafnfjölmennt úrtak og hin Norðurlöndin," segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. "Spurningarnar lúta fyrst og fremst að atriðum sem geta tengst áhættunni á að fá leghálskrabbamein. Þar skiptir kynlífshegðun langmestu máli en aðrir þættir koma inn í svo sem lífshættir og heilsufar og af því dregur könnunin nafn sitt." Það eru um þrjátíu ár síðan það uppgötvaðist að leghálskrabbamein orsakast af veiru og að þær konur sem ekki hafa veiruna í líkamanum fá ekki þessa tegund krabbameins. Flestar konur smitast einhverntíma á ævinni af þessum veirum. Oftast hreinsar líkaminn veiruna út sjálfur en hjá sumum konum þróast veiran út í krabbamein eða kynfæravörtur. "Það er ekki vitað hve algengar kynfæravörtur eru og eitt af því sem er verið að athuga er hversu margar konur hafa fengið þær. Veiran sem orsakar kynfæravörtur er náskyld þeirri sem veldur krabbameininu. Það er einkar mikilvægt fyrir tölfræðilegan áreiðanleika könnunarinnar að sem flestar konur svari." Þær 20.000 konur á aldrinum 18-45 ára sem fá spurningalistann geta svarað annarsvegar með því að fylla út spurningalistann eða fara á netið og svara þar. Íslenskar konur hafa verið mjög duglegar að svara á netinu og miklu duglegri en konur á hinum Norðurlöndunum en þó verða fleiri konur af þeim sem þegar hafa fengið listana að svara til að könnunin verði marktæk. Niðurstöðurnar eru unnar á algerlega ópersónugreinanlegan hátt. "Persónueinkenni koma ekki fram á svarlistunum og sjást aldrei við úrvinnsluna,"segir Laufey. En af hverju ættu konur að svara þessari könnun? "Í fyrsta lagi er mikilvægt að vita hversu margar konur hafa fengið kynfæravörtur svo hægt sé að meta umfang vandamálsins. Í öðru lagi þá er verið að prófa bóluefni gegn þessum veirum sem valda bæði vörtunum og krabbameininu, bæði hér á Íslandi og í ýmsum löndum um allan heim. Þessi könnun kemur inn í úrvinnsluna á þeirri rannsókn og hjálpar til við að túlka niðurstöðurnar. Bóluefnin gætu hugsanlega orðið til þess að leghálskrabbameini yrði útrýmt úr heiminum og framlag okkar í könnuninni skiptir mjög miklu máli við þessa rannsókn." Þannig að nú er um að gera fyrir konur í úrtakinu að taka þátt. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þessir spurningalistar eru liður í geysilega umfangsmikilli norrænni könnun sem fer þannig fram að 80.000 konur á fjórum Norðurlöndum fá senda spurningalista um lífshætti og heilsufar. Ísland er með jafnfjölmennt úrtak og hin Norðurlöndin," segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands. "Spurningarnar lúta fyrst og fremst að atriðum sem geta tengst áhættunni á að fá leghálskrabbamein. Þar skiptir kynlífshegðun langmestu máli en aðrir þættir koma inn í svo sem lífshættir og heilsufar og af því dregur könnunin nafn sitt." Það eru um þrjátíu ár síðan það uppgötvaðist að leghálskrabbamein orsakast af veiru og að þær konur sem ekki hafa veiruna í líkamanum fá ekki þessa tegund krabbameins. Flestar konur smitast einhverntíma á ævinni af þessum veirum. Oftast hreinsar líkaminn veiruna út sjálfur en hjá sumum konum þróast veiran út í krabbamein eða kynfæravörtur. "Það er ekki vitað hve algengar kynfæravörtur eru og eitt af því sem er verið að athuga er hversu margar konur hafa fengið þær. Veiran sem orsakar kynfæravörtur er náskyld þeirri sem veldur krabbameininu. Það er einkar mikilvægt fyrir tölfræðilegan áreiðanleika könnunarinnar að sem flestar konur svari." Þær 20.000 konur á aldrinum 18-45 ára sem fá spurningalistann geta svarað annarsvegar með því að fylla út spurningalistann eða fara á netið og svara þar. Íslenskar konur hafa verið mjög duglegar að svara á netinu og miklu duglegri en konur á hinum Norðurlöndunum en þó verða fleiri konur af þeim sem þegar hafa fengið listana að svara til að könnunin verði marktæk. Niðurstöðurnar eru unnar á algerlega ópersónugreinanlegan hátt. "Persónueinkenni koma ekki fram á svarlistunum og sjást aldrei við úrvinnsluna,"segir Laufey. En af hverju ættu konur að svara þessari könnun? "Í fyrsta lagi er mikilvægt að vita hversu margar konur hafa fengið kynfæravörtur svo hægt sé að meta umfang vandamálsins. Í öðru lagi þá er verið að prófa bóluefni gegn þessum veirum sem valda bæði vörtunum og krabbameininu, bæði hér á Íslandi og í ýmsum löndum um allan heim. Þessi könnun kemur inn í úrvinnsluna á þeirri rannsókn og hjálpar til við að túlka niðurstöðurnar. Bóluefnin gætu hugsanlega orðið til þess að leghálskrabbameini yrði útrýmt úr heiminum og framlag okkar í könnuninni skiptir mjög miklu máli við þessa rannsókn." Þannig að nú er um að gera fyrir konur í úrtakinu að taka þátt.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira