Hafa allir migið í saltan sjó 26. janúar 2005 00:01 Lið Stýrimannaskólans skipuðu Geir Fannar Zoega sem telur sig Siglfirðing en er uppalinn á Akureyri, Sveinn Hjörleifsson sem kveðst alvöru Akureyringur og Jón Hafliðason frá Bakkafirði. Geir játar að valið í liðið hafi verið frekar ólýðræðislegt. "Ég skráði skólann í keppnina og neyddi svo Svein og Jón til að koma með mér. Hugmyndin var bara að vera með og við náðum tveimur dögum í æfingar," segir hann. Úrslitin urðu 20-9 Menntaskólanum á Egilsstöðum í vil. "Þetta eru gáfumenn þarna fyrir austan en ég held að það hafi nú gleymst að telja eitthvað af stigunum okkar. Við þurfum að fara yfir það og mæta svo í viðtal á DV," segir Jón. Sveinn tekur undir það. "Fáum kannski forsíðuna: Dómarinn svindlaði." Dregur síðan í land. "Annars er stigavörðurinn myndarkona þannig að við viljum ekkert vera að klekkja á henni." Í spjalli á alvarlegri nótum kemur fram að námið í Stýrimannaskólanum tekur fjögur ár ef menn koma beint úr grunnskóla. Nemendur eru um 50 í föstu námi í vetur og auk þess allmargir í fjarnámi. Fiskimenn stefna mest á annað stigið. Þriðja stigið er fyrir farmenn og fjórða stigið fyrir Landhelgisgæsluna og er bara kennt þegar gæsluna vantar menn. "Þetta er ágæt menntun og við getum farið í aðra skóla í framhaldinu," segir Sveinn. Allir hafa þeir þremenningar migið í saltan sjó og verið á hinum ýmsu skipum og með margskonar veiðarfæri. "Þeir sem eru í þessu eru mest harðjaxlar sem hafa kynnst sjómannslífinu og kunna að meta það," segir Geir en skyldu þeir ætla að keppa aftur fyrir skólann sinn á næsta ári? "Nei, sumir okkar verða hættir og aðrir orðnir of gamlir. Það er nefnilega aldurstakmark í keppninni, þess vegna gátum við ekki tekið prófessorana með okkur." Nám Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lið Stýrimannaskólans skipuðu Geir Fannar Zoega sem telur sig Siglfirðing en er uppalinn á Akureyri, Sveinn Hjörleifsson sem kveðst alvöru Akureyringur og Jón Hafliðason frá Bakkafirði. Geir játar að valið í liðið hafi verið frekar ólýðræðislegt. "Ég skráði skólann í keppnina og neyddi svo Svein og Jón til að koma með mér. Hugmyndin var bara að vera með og við náðum tveimur dögum í æfingar," segir hann. Úrslitin urðu 20-9 Menntaskólanum á Egilsstöðum í vil. "Þetta eru gáfumenn þarna fyrir austan en ég held að það hafi nú gleymst að telja eitthvað af stigunum okkar. Við þurfum að fara yfir það og mæta svo í viðtal á DV," segir Jón. Sveinn tekur undir það. "Fáum kannski forsíðuna: Dómarinn svindlaði." Dregur síðan í land. "Annars er stigavörðurinn myndarkona þannig að við viljum ekkert vera að klekkja á henni." Í spjalli á alvarlegri nótum kemur fram að námið í Stýrimannaskólanum tekur fjögur ár ef menn koma beint úr grunnskóla. Nemendur eru um 50 í föstu námi í vetur og auk þess allmargir í fjarnámi. Fiskimenn stefna mest á annað stigið. Þriðja stigið er fyrir farmenn og fjórða stigið fyrir Landhelgisgæsluna og er bara kennt þegar gæsluna vantar menn. "Þetta er ágæt menntun og við getum farið í aðra skóla í framhaldinu," segir Sveinn. Allir hafa þeir þremenningar migið í saltan sjó og verið á hinum ýmsu skipum og með margskonar veiðarfæri. "Þeir sem eru í þessu eru mest harðjaxlar sem hafa kynnst sjómannslífinu og kunna að meta það," segir Geir en skyldu þeir ætla að keppa aftur fyrir skólann sinn á næsta ári? "Nei, sumir okkar verða hættir og aðrir orðnir of gamlir. Það er nefnilega aldurstakmark í keppninni, þess vegna gátum við ekki tekið prófessorana með okkur."
Nám Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira