Ekki bara hopp og hí 2. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. kristineva@frettabladid.is Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. kristineva@frettabladid.is
Nám Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira