Innlent

70 hafa skráð sig í Samfylkinguna

Sjötíu manns hafa skráð sig í Samfylkinguna frá 10. janúar, þegar framkvæmdastjórn flokksins ákvað að halda landsfund þann 20. maí. Fimm hafa gengið úr Samfylkingunni á sama tíma. Kjörseðlar vegna formannskosninga verða sendir út 20. apríl. Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Samfylkingarinnar, segir að engin smölun sé í gangi og engir listar hafi borist skrifstofu flokksins alla vega enn sem komið er. Allir skráðir flokksmenn hafa kosningarétt óháð því hversu lengi þeir hafa verið félagar í Samfylkingunni. Ekki er búið að ákveða hvenær hætt verður að skrá fólk á kjörskrá en það verður væntanlega nokkrum dögum áður en kjörseðlar verða sendir út. Tæp fjórtán þúsund manns eru félagar í Samfylkingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×