Sport

Ginobili í stjörnuleikinn

Argentíski körfuboltamaðurinn Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs, var í dag valinn í lið Vesturdeildarinnar fyrir stjörnuleik NBA sem fram fer í Denver síðar í mánuðinum. Ginobili var einn sex leikmanna, sem valdir voru í dag, sem taka munu þátt í stjörnuleiknum í fyrsta skiptið. Það voru þjálfarar deildarinnar sem völdu Ginobili og félaga, en áður hafði almenningur valið þá sem munu hefja stjörnuleikinn. Auk Ginobili munu þeirra Antawn Jamison, Gilbert Arenas (báðir Washington Wizards), Rashard Lewis (Seattle Supersonics), Dwyane Wade (Miami Heat) og Amare Stoudamire (Phoenix Suns) allir taka þátt í stjörnuleik NBA í fyrsta skipti. Ginobili hefur farið á kostum með hinu feikisterka liði Spurs í ár og leitt það, ásamt Tim Duncan, til besta sigurhlutfalls í deildinni það sem af er tímabilinu. Kappinn hefur skorað 15,4 stig að meðaltali í leik, tekið 4,4 fráköst og átt 4 stoðsendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×