Innlent

Fundur vegna viðtals við Halldór

Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi í dag til að ræða um viðtal Brynhildar Ólafsdóttur fréttamanns við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sem birt var á Stöð tvö í gærkvöldi. Það var Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem óskaði eftir viðræðum um viðtalið. Össur sagði á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði lýst í gær tildrögum þeirrar ákvörðunar forystumanna ríkisstjórnarinnar að styðja innrás Breta og Bandaríkjanna í Írak. Margvíslegar upplýsingar sem þar hefðu komið fram væru þess eðlis að nauðsynlegt væri að ræða þau á Alþingi við forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, tók í sama streng og Jóhanna Sigurðardóttir, forseti þingsins, tók afstöðu strax. Hún sagði að eftir að hafa haft samráð við formenn þingflokka hefði verið fallist á ósk Össurar og því yrði boðað til fundar um klukkan eitt í dag þar sem þingmönnum gæfist kostur á að ræða við forsætisráðherra um orð hans í viðtali Stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×