Innlent

Fresta leyfisveitingu vínbúðar

Bæjarstjórn Hveragerðis frestaði á síðasta fundi sínum að taka afstöðu til beiðni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um að reka vínbúð að Breiðumörk 1. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar segir að afla verði frekari upplýsinga frá ÁTVR um rekstur vínbúðarinnar áður en hægt sé að veita leyfið og var bæjarstjóra falið að afla þeirra upplýsinga. Minnihluti sjálfstæðismanna gagnrýndi að ákvörðun um starfsleyfið yrði frestað og sagði í bókun að þar litaðist afgreiðsla bæjarstjórnar af því að menn væru ósáttir við að ÁTVR vildi hafa búðina í Breiðumörk en ekki Sunnumörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×