Innlent

Tryggingavernd lægri hér

Lágmarksfjárhæð tryggingaverndar er lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Hún er hins vegar í samræmi við lágmarksfjárhæð tryggingaverndar í flestum ESB-ríkjunum. Ef miðað er við Norðurlöndin er hún langhæst í Noregi en langlægst hér. Þetta kom fram á Alþingi í svari Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur. Í svarinu segir að Tryggingasjóði sé skylt að greiða andvirði innstæðu úr innstæðudeild og andvirði verðbréfa og reiðufjár úr verðbréfadeild, geti aðildarfyrirtæki ekki fært um að greiða andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár sem viðskiptavinur hefur krafið það um. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til skal greiða úr innstæðudeild og verðbréfadeild þannig að krafa allt að 1,7 milljónum króna verði bætt að fullu og hlutfallslega umfram þessa fjárhæð eftir því sem eignir deildanna hrökkva til. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherra telur núverandi tryggingu veita fullnægjandi vernd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×