Innlent

Lúðvík útilokar ekkert

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar úr Suðurkjördæmi, útilokar ekki að hann bjóði sig fram í embætti varaformanns flokksins. Vikublaðið Fréttir í Vestmannaeyjum birti fyrir skemmstu netkönnun sem sýndi að 70 prósent svarenda vildu að Lúðvík byði sig fram. Meira en þúsund manns tók þátt. Lúðvík segir að í raun sé ekki enn tímabært að velta fyrir sér hverjir gefi kost á sér. Hann segir að það mál verði skoðað þegar niðurstaða úr formannskjöri liggi fyrir. "Þá munu menn athuga hvað komi sér best fyrir flokkinn. Þetta mál er því ekki á dagskrá þótt engum dyrum hafi verið lokað," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×