Sjálfvirk varðstaða um gömul hús 15. febrúar 2005 00:01 Mikið af húsunum sem verið er að rífast um á Laugaveginum eru gömul hrófatildur sem er engin ástæða til annars en að rífa. Þetta er sjálfvirk varðstaða um gömul hús - sumpart á vegum fólks sem hefur alltaf verið á móti öllum framkvæmdum. Svo er þarna einstaka hús sem er einhvers virði - ég nefni járnvöruverslunina Brynju, en það er heldur ekki búið að taka neinar ákvarðanir um að rífa hana. Ég fæ ekki betur séð en að þessi plön séu skynsamleg. Að byggja hærra norðanmegin götunar til að skapa skjól, lægra sunnanmegin til að sjái til sólar. Þarna verða til fleiri búðir sem hægt verður að ganga inn í viðstöðulaust af götunni. Er ekki alltaf verið að segja aðaðalmeinsemdin í miðbænum sé að verslunin þar sé að lognast út af? Hús verða ekki verðmæt bara af því þau eru gömul - gamalt spýtnabrak hefur ekki gildi í sjálfu sér. Þau verða að hafa eitthvert fagurfræðilegt, sögulegt eða menningarlegt gildi. Þannig er löngu kominn tími til að rífa megnið af húsunum við ofanverða Hverfisgötuna - þar er einhver ljótasta götumynd í öllu landinu. Borgarstjórnin hefur af einhverjum ástæðum ekki haft kjark í sér til þessa. Sum hús væri reyndar allt í lagi að flytja. Ein hugmynd sem mér finnst athugunarverð er að setja röð af húsum syðst á Arnarhólinn, frá Lækjartorgi og upp að Landsbókasafni. Ég sé ekki að Arnarhóllinn hafi í sjálfu sér mikið varðveislugildi - þar er aldrei neinn. Áfram yrði líka grænt svæði í kringum styttuna af Ingólfi. Önnur hugmynd er að nýta Hljómskálagarðinn. Ég held til dæmis að löngu sé kominn tími til að flytja stóran hluta húsanna ofan úr hinu afskekkta Árbæjarsafni niður í Hljómskálagarð. Það væri alvöru upplyfting fyrir svæðið kringum Tjörnina. --- --- --- Það er vandmeðfarið þetta mikla samráð sem nú þarf að hafa í skipulagsmálum. Það er erfitt að taka stórar og djarfar ákvarðanir við svona aðstæður - við fáum allavega engan Haussman til að taka til í borginni - meira að segja smámál geta verið að flækjast fyrir mönnum árum saman. Hér í Þingholtunum hafa til dæmis verið í gangi mótmæli vegna húss sem á að rísa á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs. Þar er nú forljótt bílaplan. Sumir íbúarnir í kring vilja ekki fá hús þarna, segja að það verði margra hæða fjölbýlishús. Samt er nú svo að allt umhverfis eru fjölbýlishús, eitt er barasta á horninu á móti. Um daginn kom hingað í húsið kona sem var að safna undirskriftum til að mótmæla þessu. Ég held hún hafi verið hálf undrandi þegar ég sagðist ekki vilja skrifa undir. Ég er heldur ekki búinn að sjá teikningarnar af nýja húsinu. En ég er í meginatriðum þeirrar skoðunar að það eigi að byggja á svona reitum - og það á að byggja þétt. Það er voða erfitt að standa á því að allir hafi útsýni í alvöru borg. --- --- --- Betur flutt rök fyrir einkaskólum hafa varla heyrst en frá Kjartani Gunnari Kjartanssyni sem var gestur í þættinum hjá mér á sunnudaginn fyrir viku. Þið getið séð þetta spjall í Veftívíinu. Kjartan leitar í vísindaheimspekina til að greina ástandið í grunnskólanum - segir að þar við lýði dæmigert "hefðarkerfi", miðstýrt, samkeppnisfælið, gagnrýnisfælið - laust við hvata til framfara og nýunga. Því ríki stöðnun í grunnskólunum, ástand sem jaðrar við kommúnisma. Ég held að þeim manni hafi ratast satt á munn sem kallaði viðhorf R-listans í skólamálum "stækasta afturhald". Það er furðulegt hvernig borgaryfirvöld hafa horn í síðu einkaskóla - menntastofnana sem hafa lengst af verið til sóma eins og Landakotsskóli og Ísaksskóli. Þessum skólum hefur verið haldið í fjársvelti, líkt og borgarstjórnin telji að þeir eigi ekki jafnan tilverurétt og hinir opinberu skólar. Nú er þeim útdeilt fjárframlögum sem eru hin sömu á hvern nemanda og í Rimaskóla sem er einn stærsti skóli á landinu. Það dugir ekki til að standa undir starfseminni í svo fámennum skólum. Þetta er skömm. Í Garðabæ ríkir hins vegar meiri víðsýni - Ásdís Halla Bragadóttir stendur í því að semja sjálfstætt við kennara. Þarna virðist jafnvel ætla að verða til vísir að einhvers konar ávísanakerfi. Spurning er hins vegar hvernig hið grjótharða stéttarbaráttu- og efishyggjulið í kennaraforystunni bregst við því? Nær það að drepa þetta framtak eins og til dæmis tilraunina í Áslandsskóla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Mikið af húsunum sem verið er að rífast um á Laugaveginum eru gömul hrófatildur sem er engin ástæða til annars en að rífa. Þetta er sjálfvirk varðstaða um gömul hús - sumpart á vegum fólks sem hefur alltaf verið á móti öllum framkvæmdum. Svo er þarna einstaka hús sem er einhvers virði - ég nefni járnvöruverslunina Brynju, en það er heldur ekki búið að taka neinar ákvarðanir um að rífa hana. Ég fæ ekki betur séð en að þessi plön séu skynsamleg. Að byggja hærra norðanmegin götunar til að skapa skjól, lægra sunnanmegin til að sjái til sólar. Þarna verða til fleiri búðir sem hægt verður að ganga inn í viðstöðulaust af götunni. Er ekki alltaf verið að segja aðaðalmeinsemdin í miðbænum sé að verslunin þar sé að lognast út af? Hús verða ekki verðmæt bara af því þau eru gömul - gamalt spýtnabrak hefur ekki gildi í sjálfu sér. Þau verða að hafa eitthvert fagurfræðilegt, sögulegt eða menningarlegt gildi. Þannig er löngu kominn tími til að rífa megnið af húsunum við ofanverða Hverfisgötuna - þar er einhver ljótasta götumynd í öllu landinu. Borgarstjórnin hefur af einhverjum ástæðum ekki haft kjark í sér til þessa. Sum hús væri reyndar allt í lagi að flytja. Ein hugmynd sem mér finnst athugunarverð er að setja röð af húsum syðst á Arnarhólinn, frá Lækjartorgi og upp að Landsbókasafni. Ég sé ekki að Arnarhóllinn hafi í sjálfu sér mikið varðveislugildi - þar er aldrei neinn. Áfram yrði líka grænt svæði í kringum styttuna af Ingólfi. Önnur hugmynd er að nýta Hljómskálagarðinn. Ég held til dæmis að löngu sé kominn tími til að flytja stóran hluta húsanna ofan úr hinu afskekkta Árbæjarsafni niður í Hljómskálagarð. Það væri alvöru upplyfting fyrir svæðið kringum Tjörnina. --- --- --- Það er vandmeðfarið þetta mikla samráð sem nú þarf að hafa í skipulagsmálum. Það er erfitt að taka stórar og djarfar ákvarðanir við svona aðstæður - við fáum allavega engan Haussman til að taka til í borginni - meira að segja smámál geta verið að flækjast fyrir mönnum árum saman. Hér í Þingholtunum hafa til dæmis verið í gangi mótmæli vegna húss sem á að rísa á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs. Þar er nú forljótt bílaplan. Sumir íbúarnir í kring vilja ekki fá hús þarna, segja að það verði margra hæða fjölbýlishús. Samt er nú svo að allt umhverfis eru fjölbýlishús, eitt er barasta á horninu á móti. Um daginn kom hingað í húsið kona sem var að safna undirskriftum til að mótmæla þessu. Ég held hún hafi verið hálf undrandi þegar ég sagðist ekki vilja skrifa undir. Ég er heldur ekki búinn að sjá teikningarnar af nýja húsinu. En ég er í meginatriðum þeirrar skoðunar að það eigi að byggja á svona reitum - og það á að byggja þétt. Það er voða erfitt að standa á því að allir hafi útsýni í alvöru borg. --- --- --- Betur flutt rök fyrir einkaskólum hafa varla heyrst en frá Kjartani Gunnari Kjartanssyni sem var gestur í þættinum hjá mér á sunnudaginn fyrir viku. Þið getið séð þetta spjall í Veftívíinu. Kjartan leitar í vísindaheimspekina til að greina ástandið í grunnskólanum - segir að þar við lýði dæmigert "hefðarkerfi", miðstýrt, samkeppnisfælið, gagnrýnisfælið - laust við hvata til framfara og nýunga. Því ríki stöðnun í grunnskólunum, ástand sem jaðrar við kommúnisma. Ég held að þeim manni hafi ratast satt á munn sem kallaði viðhorf R-listans í skólamálum "stækasta afturhald". Það er furðulegt hvernig borgaryfirvöld hafa horn í síðu einkaskóla - menntastofnana sem hafa lengst af verið til sóma eins og Landakotsskóli og Ísaksskóli. Þessum skólum hefur verið haldið í fjársvelti, líkt og borgarstjórnin telji að þeir eigi ekki jafnan tilverurétt og hinir opinberu skólar. Nú er þeim útdeilt fjárframlögum sem eru hin sömu á hvern nemanda og í Rimaskóla sem er einn stærsti skóli á landinu. Það dugir ekki til að standa undir starfseminni í svo fámennum skólum. Þetta er skömm. Í Garðabæ ríkir hins vegar meiri víðsýni - Ásdís Halla Bragadóttir stendur í því að semja sjálfstætt við kennara. Þarna virðist jafnvel ætla að verða til vísir að einhvers konar ávísanakerfi. Spurning er hins vegar hvernig hið grjótharða stéttarbaráttu- og efishyggjulið í kennaraforystunni bregst við því? Nær það að drepa þetta framtak eins og til dæmis tilraunina í Áslandsskóla?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun