Ótrúlega spennandi matseðill 16. febrúar 2005 00:01 "Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir. Food and Fun Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið
"Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir.
Food and Fun Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið