Innlent

Óvíst um sameiningu orkufyrirtækja

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins. Hann segir að það eigi að vera útgangspunktur við undirbúning hugsanlegra sameininga að störfum á landsbyggðinni fækki ekki í kjölfarið. Þetta kemur fram í viðtali við hann á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Einar segir tillögur verkefnisstjórnar um byggðaáætlun hljóta að vera á pólitískri ábyrgð iðnaðarráherra og þær skipti máli. Eins og komið hefur fram í fréttum var viljayfirlýsing um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun undirrituð í síðustu viku. Jafnframt var tilkynnt að stefnt væri að sameiningu Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða og slík sameining tæki gildi um næstu áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×