Innlent

Vilja Íbúðalánasjóð út af markaði

"Frelsinu fylgir ábyrgð og bankarnir verða að axla þá ábyrgð gagnvart markaðnum til langtíma," segir Hjálmar Árnason, alþingismaður Framsóknarflokksins, en hann hefur ásamt Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri-grænna, farið hvað hörðustu orðum um Samtök banka og sparisjóða og aðför þeira að Íbúðalánasjóði. Hjálmar nefnir ekki skýr dæmi en segir að innan bankanna verði menn að hugsa um fleira en að skapa eigendum sínum arð. "Íbúðalánasjóður hefur skýr markmið en eru settar ákveðnar takmarkanir sem tekur mið af meðalfjölskyldu í landinu meðan bankarnir hafa brugðist við frelsinu með að dæla óheft út fjármagni vitandi að slíkt kann að slæm áhrif á verðbólgu í landinu." Ögmundur tekur dýpra í árina og nefnir dæmi. "Fyrsta skref samtakanna var að kæra Íbúðalánasjóð til úrskurðarnefndar hins evrópska efnahagssvæðis. Ellefu dögum eftir að þeirri kæru var vísað frá lækkuðu bankarnir vexti sína til jafns við Íbúðalánasjóð. Það gerðu þeir ekki fyrr en kærunni var hafnað og allt tal um að þeir hafi riðið þar á vaðið er út í hött. Nú hafa bankarnir aftur lagt fram kæru að þessu sinni til EFTA dómstólsins og úrskurðarins er nú beðið." -aöe



Fleiri fréttir

Sjá meira


×