25. febrúar 2005 00:01 Ford kynnir til sögunnar splunkunýjan bíl sem ætti að henta vel á íslenskum markaði. Ford Freestyle er fjórhjóladrifinn sjö manna fólksbílajeppi. Ford Freestyle er bíll sem að mörgu leyti hefur eiginleika jepplings en er þó stærri. Bíllinn hefur mikinn staðalbúnað, svo sem spólvörn og hemlajöfnun. Miðstöðin er með loftkælingu, bílstjórasætið er rafstillt og í bílnum er hraðastillir, svo eitthvað sé nefnt. Í SEL- og Limited-útgáfunni bætist svo við búnaður sem gerir bílinn að meiri lúxusbíl, svo sem aksturstölva með áttavita og leðurklætt stýri (SEL) og leðuráklæði og skiptanleg þriðja sætröð sem er niðurfellanleg í gólf. Sjálfskiptingin í bílnum er stiglaus þannig að hröðunin er afar góð enda er bíllinn búinn þriggja lítra vél þannig að krafturinn er góður. Fjórhjóladrifið er rafeindastýrt með spólvörn. Skynjarar meta veggripið og tapi hjól afli taka hin hjólin við. Í Ford Freestyle er nóg pláss fyrir alla, jafnvel þótt fjölskyldan sé vel rúmlega af vísitölustærð. Útsýni úr aftari röðum er óvenjugott vegna þess að sætin fara lítillega hækkandi. Auk þess er lofthæðin góð í bílnum þannig að farþegar reka sig ekki upp undir þótt fullvaxnir séu í öftustu sætaröð. Þetta er því bíll sem hentar til dæmis vel hinni íslensku, oft á tíðum margbreytilegu, fjölskyldu. Ford Freestyle er mjúkur og lipur. Það sem hann hefur fyrst og fremst fram yfir venjulega sjö manna bíla er að vera hærri, auk þess sem fjórhjóladrifið býður upp á meiri möguleika bæði í vetrarakstri og sem ferðabíll. Auk þess er bíllinn mjúkur og liggur eins og klettur á vegi. Brimborg frumsýnir Ford Freestyle í Brimborgarsalnum við Bíldshöfða 6 í dag, laugardag frá kl. 12 til 17. steinunn@frettabladid.is Ford Freestyle AWD SE - 3.960.000 SEL - 4.140.000 Limited - 4.420.000 Bílarnir eru allir með 3 lítra Duratec bensínvél, 303 hestafla og sjálfskiptir. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 11,2 l (upplýsingar frá Brimborg) Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bílar Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira