Innlent

Fagna nýrri stefnu varðandi ESB

Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fagnar því að stefna flokksins í Evrópumálum hafi verið endurskoðuð á flokksþingi Framsóknarflokksins sem lauk í gær. Ungir framsóknarmenn telja þetta mikilvægan áfanga í átt að nánara sambandi Íslands við Evrópusambandið og þeir segja líklegt að jákvæð afstaða Framsóknarflokksins verði til þess að Ísland hefji aðildarviðræður við ESB á næsta kjörtímabili. Þá sé það sérstakt fagnaðarefni að sú umræða sem hófst í röðum ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður hafi náð að setja mark sitt svo um muni á stefnu Framsóknarflokksins. Á flokksþinginu var samþykkt að halda áfram að afla upplýsinga og vinna að mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúning aðildarviðræðna við ESB.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×