Rannsókn á Reykjaseli væri draumur 28. febrúar 2005 00:01 Við sjáum yfirleitt fyrir okkur fornleifafræðinga á haus niðri í einhverjum rústum. Það er sumarmyndin. En hvað gera þeir yfir veturinn? Dr. Bjarni F. Einarsson á Fornleifafræðistofunni svarar fyrir sína parta. "Allir gripir sem við tökum upp úr jörðinni á sumrin þarfnast frágangs yfir veturinn. Það verður að forverja, pakka niður, lýsa og ljósmynda. Svo þarf að skrifa og teikna. Í það fer veturinn. Hreinteikna allar teikningar, setja þær saman, skýra þær og túlka. Skrifa skýrslur og setja viðfangsefnið í samhengi við svipaða staði hér heima eða erlendis. Ganga frá skýrslum til verkkaupa eða til þeirra sjóða sem styrkja verkefnin og svo til Fornleifaverndar ríkisins. Gripir og önnur gögn lenda að lokum hjá Þjóðminjasafni Íslands en mitt næsta yfirvald er Fornleifaverndin. Ég sem sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur á eigin stofu vinn líka við umhverfismat. Allar meiri háttar framkvæmdir þurfa að fara í slíkt mat því alltaf geta einhverjar fornleifar verið í hættu og þjóðminjalögin eru það sterk að þau vernda þær. Við leggjum mat á minja- og varðveislugildi og síðan er það Fornleifaverndin sem ákvarðar framhaldið. Það getur verið allt frá lítilli rannsókn til gríðarlegrar rannsóknar og við fornleifafræðingar tökum þær náttúrlega að okkur þegar niðurstaða liggur fyrir." Þá vitum við það en hvað skyldi Bjarni vera að fást við spennandi þessa dagana? "Ég er með ýmis verkefni sem tengjast uppgrefti mínum á Kirkjubæjarklaustri og einnig er ég að undirbúa birtingu stórrar greinar í erlendu tímariti. Hún er um Hólm í Nesjum og hefur legið alltof lengi í láginni. Akkúrat núna er ég að vinna að gerð tilboðs í einhvern stærsta uppgröft sem hefur farið í almennt útboð á Íslandi en það eru minjarnar uppi við Kárahnjúka sem kallaðar hafa verið Reykjasel. Ef maður fengi það verkefni væri það bara draumur í dós því það er ótrúlega spennandi!" Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Við sjáum yfirleitt fyrir okkur fornleifafræðinga á haus niðri í einhverjum rústum. Það er sumarmyndin. En hvað gera þeir yfir veturinn? Dr. Bjarni F. Einarsson á Fornleifafræðistofunni svarar fyrir sína parta. "Allir gripir sem við tökum upp úr jörðinni á sumrin þarfnast frágangs yfir veturinn. Það verður að forverja, pakka niður, lýsa og ljósmynda. Svo þarf að skrifa og teikna. Í það fer veturinn. Hreinteikna allar teikningar, setja þær saman, skýra þær og túlka. Skrifa skýrslur og setja viðfangsefnið í samhengi við svipaða staði hér heima eða erlendis. Ganga frá skýrslum til verkkaupa eða til þeirra sjóða sem styrkja verkefnin og svo til Fornleifaverndar ríkisins. Gripir og önnur gögn lenda að lokum hjá Þjóðminjasafni Íslands en mitt næsta yfirvald er Fornleifaverndin. Ég sem sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur á eigin stofu vinn líka við umhverfismat. Allar meiri háttar framkvæmdir þurfa að fara í slíkt mat því alltaf geta einhverjar fornleifar verið í hættu og þjóðminjalögin eru það sterk að þau vernda þær. Við leggjum mat á minja- og varðveislugildi og síðan er það Fornleifaverndin sem ákvarðar framhaldið. Það getur verið allt frá lítilli rannsókn til gríðarlegrar rannsóknar og við fornleifafræðingar tökum þær náttúrlega að okkur þegar niðurstaða liggur fyrir." Þá vitum við það en hvað skyldi Bjarni vera að fást við spennandi þessa dagana? "Ég er með ýmis verkefni sem tengjast uppgrefti mínum á Kirkjubæjarklaustri og einnig er ég að undirbúa birtingu stórrar greinar í erlendu tímariti. Hún er um Hólm í Nesjum og hefur legið alltof lengi í láginni. Akkúrat núna er ég að vinna að gerð tilboðs í einhvern stærsta uppgröft sem hefur farið í almennt útboð á Íslandi en það eru minjarnar uppi við Kárahnjúka sem kallaðar hafa verið Reykjasel. Ef maður fengi það verkefni væri það bara draumur í dós því það er ótrúlega spennandi!"
Atvinna Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Tíska og hönnun Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira