Innlent

Fólk velji skatthlutfallið sjálft

Leyfa ætti sveitarfélögum að ákveða sjálf hve hátt útsvar þeirra sé, segir Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Slíkt þekkist til dæmis í Danmörku og Svþjóð. Kosningar marka þá stefnu sem íbúarnir vilji í þeim efnum. "Sé farið í háa fjárfestingu í Danmörku, eins og byggingu íþróttahúss, er útsvarið hækkað tímabundið til að afla tekna," segir Gunnlaugur. Á móti þurfi að takmarka heimildir til lántöku því þau séu ávísun á útgöld í framtíðinni: "Ég er ekki að segja að þetta sé fullkomið kerfi en í því er bein tenging milli stórra ákvarðanna og skattbyrgðar." Gunnlaugur segir stöðu sveitarfélaga í járnum. Leggðu þau þrjátíu sem geti, hámarksálagningu útsvars á íbúa sína myndu tekjur þeirra aukast um rúmar 291 milljón króna. Það sé lítið því þrjú þeirra séu vel stæð og eigi um 240 milljónir af upphæðinni: "Þegar tekjustofnar duga ekki verður annað hvort að gefa sveitarfélögunum meira olnbogarými varðandi tekjur eða aflétta verkefnum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×