Innlent

Ók of nálægt lögreglu

Maður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða fimm þúsund krónur í sekt og 80 þúsund krónur í málskostnað fyrir að hafa ekið of nálægt næsta bíl á undan. Bíllinn sem maðurinn ók á eftir var lögreglubíll og segja lögreglumennirnir að þeir hafi ekki séð ljós bílsins í baksýnisspeglinum á löngum kafla. Samkvæmt mælingum lögreglu reyndist bilið á milli bílanna vera um þrír metrar og varðar slík háttsemi við umferðarlög. Maðurinn var ósammála lögreglumönnunum og kvað bilið hafa verið meira.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×