Innlent

VG ítrekar afstöðu um Landsvirkjun

Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði í Reykjavík samþykktu á fundi í dag að ítreka stefnu sína í málefnum Landsvirkjunar, en fyrir tæpum hálfum mánuði var samþykkt yfirlýsing um að félagið legði áherslu á að eitt af meginstefnumálum flokksins væri að grunnþjónusta samfélagsins væri rekin á félagslegum forsendum væri í almannaeigu. „Nú þegar iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að til standi að setja Landsvirkjun á markað er ljóst að VG í Reykjavík hlýtur að leggjast eindregið gegn fyrirhugaðri sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, “ segir enn fremur í yfirlýsingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×