Steinhús söguð niður 6. mars 2005 00:01 Byggingarnar sem um ræðir eru gamla Bæjarútgerðin, Norðurstjarnan, skemmur flutningafyrirtækisins Jóna og Eimskipafélagsskemman. Húsnæðið mun þó ekki allt hafna á haugunum því húsnæði Jónanna verður sagað niður og reist aftur annars staðar. "Fyrst og fremst erum við að rífa niður Norðurstjörnuna og Bæjarútgerðina því þau hús er ekkert hægt að nýta," segir Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri Bortækni, sem sér um framkvæmdirnar. "Við munum hins vegar taka burðarvirki og þök af skemmunum og flytja til uppsetningar annars staðar. Af heildarmagninu þarna munum við nýta um það bil 4.000 fermetra og trúlegt að ekki hafi áður jafn stórir byggingarmassar verið fluttir í einu lagi." Bortækni hefur langa reynslu af því að rífa niður hús, en ekki jafn langa í að setja þau upp aftur. "Í þessu verkefni stöndum við frammi fyrir því að þurfa að rífa og henda byggingum sem eru fleiri þúsund fermetrar og sumar ekki nema 15 ára gamlar. Það er mikil sóun á verðmætum," segir Guðjón. "Nú þegar við búum yfir aukinni og öflugri flutningatækni kjósum við að flytja það sem er nýtilegt frekar en að henda því í sjóinn. Það er það skemmtilega við þetta. Nú er allt orðið einnota og algengast að henda bara og byggja upp á nýtt. Stysta leiðin í þessu hefði verið að setja jarðýtuna á allt saman. Það er bara engin verðmætasköpun í því. Byggingarnar munu rísa á nýjum stað og þjóna tilgangi sínum í áratugi í viðbót." Einingarnar eru sagaðar niður með vír- og demantssögum og merktar. Á nýja staðnum verður um einhverja steypuvinnu og samsetningu að ræða. Framkvæmdirnar eru á áætlun og Bortæknimenn munu hafa tæmt svæðið í lok apríl. "Húsnæðið verður svo nýtt í það sem það hentar best í og nú þegar hafa fjölmargir aðilar sýnt áhuga á húsnæðinu."Þökin verða líka nýtt á nýja staðnum. Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri hjá Bortækni, er ánægður með að geta bjargað verðmætum.Mynd/StefánSumar bygginganna eru ónýtilegar og verða jafnaðar við jörðu.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Byggingarnar sem um ræðir eru gamla Bæjarútgerðin, Norðurstjarnan, skemmur flutningafyrirtækisins Jóna og Eimskipafélagsskemman. Húsnæðið mun þó ekki allt hafna á haugunum því húsnæði Jónanna verður sagað niður og reist aftur annars staðar. "Fyrst og fremst erum við að rífa niður Norðurstjörnuna og Bæjarútgerðina því þau hús er ekkert hægt að nýta," segir Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri Bortækni, sem sér um framkvæmdirnar. "Við munum hins vegar taka burðarvirki og þök af skemmunum og flytja til uppsetningar annars staðar. Af heildarmagninu þarna munum við nýta um það bil 4.000 fermetra og trúlegt að ekki hafi áður jafn stórir byggingarmassar verið fluttir í einu lagi." Bortækni hefur langa reynslu af því að rífa niður hús, en ekki jafn langa í að setja þau upp aftur. "Í þessu verkefni stöndum við frammi fyrir því að þurfa að rífa og henda byggingum sem eru fleiri þúsund fermetrar og sumar ekki nema 15 ára gamlar. Það er mikil sóun á verðmætum," segir Guðjón. "Nú þegar við búum yfir aukinni og öflugri flutningatækni kjósum við að flytja það sem er nýtilegt frekar en að henda því í sjóinn. Það er það skemmtilega við þetta. Nú er allt orðið einnota og algengast að henda bara og byggja upp á nýtt. Stysta leiðin í þessu hefði verið að setja jarðýtuna á allt saman. Það er bara engin verðmætasköpun í því. Byggingarnar munu rísa á nýjum stað og þjóna tilgangi sínum í áratugi í viðbót." Einingarnar eru sagaðar niður með vír- og demantssögum og merktar. Á nýja staðnum verður um einhverja steypuvinnu og samsetningu að ræða. Framkvæmdirnar eru á áætlun og Bortæknimenn munu hafa tæmt svæðið í lok apríl. "Húsnæðið verður svo nýtt í það sem það hentar best í og nú þegar hafa fjölmargir aðilar sýnt áhuga á húsnæðinu."Þökin verða líka nýtt á nýja staðnum. Guðjón Halldórsson, verkefnastjóri hjá Bortækni, er ánægður með að geta bjargað verðmætum.Mynd/StefánSumar bygginganna eru ónýtilegar og verða jafnaðar við jörðu.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira