Óvenjulegur kvöldverður 6. mars 2005 00:01 Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki Hús og heimili Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Ég sit hérna í sófanum mínum í Köben og ætla að reyna að skrifa fyrsta pistilinn minn hérna á baksíðuna. Ég er oft búinn að byrja en er aldrei ánægður og finnst ekkert nógu merkilegt til þess að fanga athygli lesenda. Svo ákvað ég bara að segja frá óvenjulegri hugmynd sem ég fékk. Eitt kvöldið í vinnunni fékk ég óvenjumörg sms-skilaboð og fór að velta fyrir mér að sms og tölvupóstur hafa gert það að verkum að fólk fjarlægist og venst á að hafa samskipti á mjög ópersónulegan máta í stað þess að hittast og spjalla. Ég er öfgamaður og ákvað að gera tilraun sem var fólgin í því að bjóða algjörlega ókunnugu fólki heim til mín í mat og athuga hvort fólk myndi þora, hvernig viðbrögð ég fengi og hvort fólk mundi þora. Sama kvöld bauð ég manni og konu sem horfðu undrandi á mig, sögðu svo já og fannst þetta greinilega mjög óvenjulegt heimboð, sögðu að svona lagað gerðist bara í New York og væri ákaflega ódanskt. Næsta kvöld bauð ég svo manni sem þáði boðið undrandi og frekar skeptískur. Svo bætti ég við tveimur vinum frá Íslandi og kærustunni. Kvöldið eftir eldaði ég pasta og opnaði nokkrar flöskur af rauðvíni og bjóst allt eins við því að fólkið myndi ekki mæta. Það er skemmst frá því að segja að síðustu gestir fóru um hálf fjögur um nóttina eftir alveg einstaklega skemmtilegt kvöld. Til gamans þá var konan grafískur hönnuður og strákarnir annars vegar plötuútgefandi og hins vegar kennaranemi. Það sem ég fékk út úr þessu var að brjóta aðeins upp mynstrið sem við festumst oft í, ég eignaðist þrjá nýja vini sem hafa verið í sambandi og boðið okkur í afmælisveislur og fleira, en síðast en ekki síst þá uppgötvaði ég að fólk er ekki hrætt við að tengjast á miklu nánari máta en ég hélt. Þegar þessir nýju vinir mínir fóru heim voru lokaorðin þau að þetta hefði verið frábær gjörningur og að þau skyldu að bjóða einhverjum ókunnugum í mat fljótlega, þessu konsepti var gefið nafnið "strange dinner" og ég skora á þá sem þetta lesa að prufa. Kveðja, Frikki
Hús og heimili Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira