Menning

Ruslfæði verði bannað í skólum

Offita barna og heilsufarsvandamál þeim fylgjandi hafa aukist í Bandaríkjunum og vill Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, taka á þeim málum með því að bæta mataræði barna í skólum. Hann ætlar að leggja fram frumvarp sem bannar sölu á svokölluðu ruslfæði í skólum Kaliforníu -- það verður því ekki lengur heimilt að selja óhollt fæði í sjálfsölum á skólalóðum en þess í stað verða ávextir og grænmeti í boði. Schwarzenegger lýsir jafnframt yfir stuðningi sínum við frumvarp demókrata þar sem lagt er til bann á gosdrykkjum í ríkisreknum skólum. Það eru fleiri en ríkisstjórinn sem taka á málunum því nú bjóða sex skólar í Orlando nemendum sínum hollt fæði. Það er gert í samstarfi við Dr. Arthur Agatston, lækni og höfund South-Beach matarkúrsins. Skólayfirvöld segjast þó ekki fylgja þeim matarkúr sérstaklega en vissir þættir kúrsins séu þó notaðir til viðmiðunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×