Nú er einmitt sá tími að nálgast að léttari skófatnaður hefur vinninginn af stígvélunum sem þó standa sig alltaf frábærlega.
Í Bossanova voru að koma sætir sumarskór frá Irregular Choice sem eru tilvaldir við sumarpilsin og ljósu gallabuxurnar.
Skórnir eru opnir með lágum hæl og fallegt munstrið getur ekki annað en kallað á gott skap.
Sumartískan í skótauinu er mjög spennandi og margt fallegt á leiðinni í skóbúðirnar eins og pastellitaðir hælaskór í endurreisnarstíl, bronslituð stígvél og krókódíla-spariskór.
Allir skórnir fást í Bossanova og kosta frá 10.400 kr. til 12.600 kr.


