Innlent

Leggur til fast verð fyrir lóðir

Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri. Breytist aðstæður hjá lóðarhafa og hann hættir við að nýta lóðina sjálfur til íbúðar ber honum að skila lóðinni til Reykjavíkurborgar aftur. Þá þurfa umsækjendur að uppfylla þrjú skilyrði: að vera ekki í vanskilum með opinber gjöld, standast greiðslumat fyrir 25 milljóna króna húsbyggingu og hafa verið búsettir í Reykjavík í a.m.k. eitt ár af síðustu fimm. Afgreiðslu málsins var frestað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×