Menning

Kínverskt bóluefni gegn HIV?

Í Kína eru nú hafnar tilraunir með bóluefni gegn HIV-veirunni. 49 sjálfboðaliðar á aldrinum 18-50 ára; 45 karlar og fjórar konur, munu taka þátt í þessum tilraunum og verða þau sprautuð með bóluefninu á næstu dögum. Opinberar tölur frá Kína segja 840 þúsund manns vera smitaða af veirunni en heilbrigðisstofnanir á vegum SÞ telja það vera mun fleiri og vara við því að allt að tíu milljónir manna gætu hafa smitast árið 2010 ef ekkert verður gert til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Tilraunir á mönnum með bóluefni gegn HIV standa yfir í mörgum löndum en ennþá hefur ekkert fundist sem hefur afgerandi áhrif á sjúkdóminn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×