Innlent

Mikil áhugi á Lambaselslóðum

Þrjátíu lóðir við Lambasel verða auglýstar til umsóknar um næstu helgi. Umsóknarfrestur er til 7. apríl. Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur þegar borist fjöldi fyrirspurna um lóðirnar en dregið verður úr innsendum umsóknum hjá sýslumanninum í Reykjavík og fá umsækjendur svokallað valnúmer í sömu röð og umsóknir þeirra verða dregnar út. Haft verður samband við þá umsækjendur sem verða dregnir út og ef þeir uppfylla öll skilyrði, velja þeir sér lóð í valnúmeraröð. Skilyrðin eru þau að vera ekki í vanskilum með opinber gjöld, að standast greiðslumat fyrir 25 milljóna króna húsbyggingu og að hafa átt lögheimili í Reykjavík í a.m.k. eitt ár af síðustu fimm og að hafa ekki á sama tímabili fengið úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði orðnar byggingarhæfar fyrir lok október.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×