Mikilvægt að greiðslan eldist vel 16. mars 2005 00:01 Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Þórdís segir flestar brúðir safna hári fyrir giftinguna og bendir á að það sé nauðsynlegt til að hægt sé að leika sér aðeins með hárið. "Greiðsla í síðu eða hálfsíðu hári eldist miklu betur og er brúðarlegri heldur en þegar verið er að lyfta stuttu hári upp," segir hún. Ekki telur hún hægt að tala um tísku í brúðargreiðslum enda eigi greiðslan að vera klassísk. "Hárgreiðslufólkið verður að vinna úr því sem er vinsælast á hverjum tíma en í þannig form að greiðslan sé sígild. Fólk verður að geta horft á brúðkaupsmyndina alla tíð án þess að andvarpa yfir hallærislegu hári," bendir hún á. Hún er beðin að lýsa stuttlega því sem vinsælast sé á þessu vori. "Þetta fer auðvitað eftir andlitsfalli og hári brúðarinnar en stórir liðir og hálfuppsett hár fer flestum vel," segir hún og heldur áfram: "Svo eru sumar brúðir með slör og aðrar ekki við giftinguna og oft verður að gera ráð fyrir að þær taki af sér slörið í veislunni án þess að greiðslan fari í vaskinn." Þórdís segir verð fyrir brúðargreiðslu vera um 7 til 8 þúsund og inni í því sé prufugreiðsla. "Það er mikilvægt að búið sé að ákveða fyrir fram hvernig hárið eigi að vera svo ekki þurfi að finna greiðsluna á stóra daginn," bendir hún á og að lokum er hún spurð hvernig skraut fari best í brúðarhári. "Mér finnst alltaf fallegt að nota einhver pínulítil blóm úr brúðarvendinum og búa til pínulitlar skreytingar úr rósablöðum með. En nett kóróna eða lítið perluskraut er líka vel við hæfi."Mynd/E.ÓlMynd/E.Ól
Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira