Innlent

Fengu helmingi minna en vildu

<>Sveitarfélögin fá rúmlega 1,5 milljarða króna á ári frá ríkinu með tillögu mtekjustofnanefndar. Félagsmálaráðherra, Árni Magnússon, sagði á Alþingi í gær að tímabundin áhrif tillagnanna næmu um 9,5 milljörðum króna til ársins 2008. "Auraleikur", segir Lúðvík Geirsson einn þriggja fulltrúa sveitarfélaganna í tekjustofnanefnd sem skilaði séráliti vegna niðurstöðu nefndarinnar. "Árni týnir saman alla aura, meðal annars þá sem fara í sameiningarferli sveitarfélaga. Niðurstaða tekjustofnanefndar er í raun og veru fjárhæð sem nemur um og yfir fjóra milljarða til ársins 2008," segir Lúðvík og nefnir því til samanburðar að árlegur halli sveitarfélaganna sé um 3,5 milljarðar. Þá upphæð vildu sveitarfélögin minnst, samkvæmt fyrri fréttum. Snarpar umræður urðu um niðurstöðu nefndarinnar á Alþingi í gær. Kristján L. Möller í Samfylkingingunni sagði tillögurnar klúður. Siv Friðleifsdóttir, formaður félagsmálanefndar, benti stjórnarandstöðunni á að féð sem rinni til sveitarstjórna yrði ekki til í ráðuneytunum heldur væri um skattgreiðslu borgaranna að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×