Snæfell sigurstranglegra 18. mars 2005 00:01 Undanúrslitaviðureignar Snæfells og Fjölnis í úrslitakeppni Úrvalsdeildar karla í körfubolta er beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýliðar Fjölnis hafa komið liða mest á óvart í vetur og eru komnir alla leið í undanúrslitin eftir rafmagnaða spennuviðureign við Borgnesinga. Þeirra bíður hið erfiða verkefni að etja kappi við Hópbílabikarmeistara Snæfells, sem er með heimavallarréttinn í einvíginu og hafa á að skipa gríðarlega sterku varnarliði. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum sínum við KR á heimavelli í fyrstu umferðinni, náðu þeir að klára næstu tvo leiki og tryggja sig í undanúrslitin. "Ég held að Snæfell fari áfram úr þessari rimmu. Fjölnismenn eru búnir að sýna það í vetur að þeir eru komnir til þess að vera í Úrvalsdeildinni, en ég held að Snæfell láti ekkert stöðva sig í þessu máli. Mér finnst Snæfellsliðið vera með það gott úrval af skorurum, þeir eru með sjö menn sem geta látið að sér kveða í stigaskoruninni og ég held að það fleyti þeim áfram. Þó að allir tali um varnarleikinn hjá þeim, finnst mér fólk líta fram hjá því hvað þeir eru með mörg vopn sóknarlega. Það er mikið spurningamerki hjá Fjölnisliðinu, eins og reyndar hjá ÍR-ingum í hinu einvíginu, hvort að leikmenn liðsins eru hreinlega ekki orðnir saddir bara. Þeir hafa komið á óvart í vetur og náð lengra en nokkur þorði að vona, svo að það er spurning hvort þeir hafa hungrið í að fara lengra. Ég held að Fjölnir stríði þeim vissulega og auðvitað verða þetta hörkuleikir. Það er ekkert gefið þegar komið er í undanúrslitin í keppninni, en ég held bara að Snæfellsliðið sé of sterkt og að Hólmarar fari áfram í úrslitin. Ég spái Snæfelli sigri í einvíginu 3-1", segir Einar Bollason, sérfræðingur Fréttablaðsins í körfuboltanum, sem er í skýjunum yfir úrslitakeppninni í ár og segir hana þá skemmtilegustu sem hann hefur orðið vitni að til þessa. Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Undanúrslitaviðureignar Snæfells og Fjölnis í úrslitakeppni Úrvalsdeildar karla í körfubolta er beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýliðar Fjölnis hafa komið liða mest á óvart í vetur og eru komnir alla leið í undanúrslitin eftir rafmagnaða spennuviðureign við Borgnesinga. Þeirra bíður hið erfiða verkefni að etja kappi við Hópbílabikarmeistara Snæfells, sem er með heimavallarréttinn í einvíginu og hafa á að skipa gríðarlega sterku varnarliði. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum sínum við KR á heimavelli í fyrstu umferðinni, náðu þeir að klára næstu tvo leiki og tryggja sig í undanúrslitin. "Ég held að Snæfell fari áfram úr þessari rimmu. Fjölnismenn eru búnir að sýna það í vetur að þeir eru komnir til þess að vera í Úrvalsdeildinni, en ég held að Snæfell láti ekkert stöðva sig í þessu máli. Mér finnst Snæfellsliðið vera með það gott úrval af skorurum, þeir eru með sjö menn sem geta látið að sér kveða í stigaskoruninni og ég held að það fleyti þeim áfram. Þó að allir tali um varnarleikinn hjá þeim, finnst mér fólk líta fram hjá því hvað þeir eru með mörg vopn sóknarlega. Það er mikið spurningamerki hjá Fjölnisliðinu, eins og reyndar hjá ÍR-ingum í hinu einvíginu, hvort að leikmenn liðsins eru hreinlega ekki orðnir saddir bara. Þeir hafa komið á óvart í vetur og náð lengra en nokkur þorði að vona, svo að það er spurning hvort þeir hafa hungrið í að fara lengra. Ég held að Fjölnir stríði þeim vissulega og auðvitað verða þetta hörkuleikir. Það er ekkert gefið þegar komið er í undanúrslitin í keppninni, en ég held bara að Snæfellsliðið sé of sterkt og að Hólmarar fari áfram í úrslitin. Ég spái Snæfelli sigri í einvíginu 3-1", segir Einar Bollason, sérfræðingur Fréttablaðsins í körfuboltanum, sem er í skýjunum yfir úrslitakeppninni í ár og segir hana þá skemmtilegustu sem hann hefur orðið vitni að til þessa.
Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira