Frá þessu er greint á vef The Athletic en Angulo hafði verið á láni hjá liði LDU Quito í höfuðborginni í heimalandi sínu Ekvador þar sem að hann lenti í bílslysi í þann 7.október síðastliðinn þar sem að hann hlaut lífshættulega áverka og lést svo á sjúkrahúsi í gær eftir langa baráttu fyrir lífi sínu á gjörgæslu.
Angulo var einn þeirra fimm einstaklinga sem voru í bílnum og er hann sá þriðji af þeim fimm til að láta lífið. Roberto Cabezas Simisterra, bakvörður Independiente Juniors og Victor Charcopa Nazareno eru einnig á meðal þeirra látnu. Ekki er vitað um líðan hinna tveggja sem voru í bílnum.
Angulo átti að baki þrjá A-landsleiki fyrir landslið Ekvador og segir í yfirlýsingu knattspyrnusambandsins þar í landi að Angulo hafi ekki aðeins verið frábær leikmaður, heldur einnig frábær liðsfélagi.
Hann hóf feril sinn hjá Independiente Juniors í heimalandi sínu áður en hann gekk til liðs við Independiente del Valle og svo FC Cincinnati. Hann spilaði 30 leiki fyrir MLS liðið áður en hann fór á láni til LDU Quito á yfirstandandi tímabili og spilaði sinn síðasta leik degi fyrir bílslysið.
Estarás siempre en nuestros corazones querido amigo. 🕊️ pic.twitter.com/vWmAAKehpl
— LDU Oficial (@LDU_Oficial) November 12, 2024