Auglýsir eftir einkaþjálfara 22. mars 2005 00:01 "Ég er kannski ekki sú efnilegasta í þessum málum en ég er að byrja aftur í líkamsrækt núna. Ég held ég hafi ekki æft íþróttir í tíu ár. Ég reyni að vera dugleg og fer í Sporthúsið eða Baðhúsið þrisvar sinnum í viku en endist yfirleitt ekki nema tuttugu mínútur," segir Halldóra og skellihlær. "Ég fer mest á bretti og geri magaæfingar en ég kann bara ekkert á tækin eða æfingarnar. Því auglýsi ég hér með eftir einkaþjálfara. Ef einhver þarna úti er á ferli og vill taka að sér eina erfiða þá getur hann talað við mig. Annars hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af líkamsræktarstöðvum og fer stundum ein í göngutúr á kvöldin til að róa hugann og fá vítamín úr náttúrunni." "Ég fer alltaf í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð einu sinni í viku. Svo fer ég líka í nudd einu sinni í viku og mín líkamlega og andlega heilsa er tekin rækilega í gegn þar," segir Halldóra sem er líka að stíga fyrstu skrefin í átt að betra mataræði. "Ég er þekkt fyrir það í mínum vinahópi að borða svakalega mikið nammi. Það er eiginlega til skammar. En fyrst að ég er byrjuð í líkamsrækt þá er ég að reyna að borða ekki nammi fyrir fimm hundruð krónur á dag eins og ég gerði hér áður fyrr. Það var hrikalegt og fólk horfði á mig með hryllingi. En ég held að þegar fólk sem byrjar í líkamsrækt og hættir að borða allt sem er óhollt falli það um sjálft sig. Ég ætla bara að taka því rólega og taka eitt skref í einu við að hætta að borða nammi." Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég er kannski ekki sú efnilegasta í þessum málum en ég er að byrja aftur í líkamsrækt núna. Ég held ég hafi ekki æft íþróttir í tíu ár. Ég reyni að vera dugleg og fer í Sporthúsið eða Baðhúsið þrisvar sinnum í viku en endist yfirleitt ekki nema tuttugu mínútur," segir Halldóra og skellihlær. "Ég fer mest á bretti og geri magaæfingar en ég kann bara ekkert á tækin eða æfingarnar. Því auglýsi ég hér með eftir einkaþjálfara. Ef einhver þarna úti er á ferli og vill taka að sér eina erfiða þá getur hann talað við mig. Annars hef ég aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af líkamsræktarstöðvum og fer stundum ein í göngutúr á kvöldin til að róa hugann og fá vítamín úr náttúrunni." "Ég fer alltaf í höfuðbeina- og spjaldhryggjameðferð einu sinni í viku. Svo fer ég líka í nudd einu sinni í viku og mín líkamlega og andlega heilsa er tekin rækilega í gegn þar," segir Halldóra sem er líka að stíga fyrstu skrefin í átt að betra mataræði. "Ég er þekkt fyrir það í mínum vinahópi að borða svakalega mikið nammi. Það er eiginlega til skammar. En fyrst að ég er byrjuð í líkamsrækt þá er ég að reyna að borða ekki nammi fyrir fimm hundruð krónur á dag eins og ég gerði hér áður fyrr. Það var hrikalegt og fólk horfði á mig með hryllingi. En ég held að þegar fólk sem byrjar í líkamsrækt og hættir að borða allt sem er óhollt falli það um sjálft sig. Ég ætla bara að taka því rólega og taka eitt skref í einu við að hætta að borða nammi."
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira