Menning

Laugardagar eru heilsudagar

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði fagnar hálfrar aldar afmæli á þessu ári. Af því tilefni geta gestir og gangandi notið aðstöðunnar í baðhúsi Heilsustofnunarinnar á laugardögum milli klukkan 10 og 18. "Almenningi hefur ekki gefist kostur á að nýta baðhúsið á þennan hátt. Áður fyrr þurfti að panta tíma til að fara í baðhúsið en nú er það opið almenningi á laugardögum. Fólk getur komið í sundlaugina, blaut- og þurrgufu, potta og víxlböð, þar sem skiptast á heit og köld böð, en nudd, leirböð og heilsuböð þarf enn að panta fyrirfram," segir Anna Pálsdóttir, sölu- og markaðsfulltrúi stofnunarinnar. "Afmælisdagurinn okkar er 24. júlí og þá verður eitthvað mikið um að vera en það er allt í undirbúningi," bætir Anna við en nánari upplýsingar um opna baðhúsið er að finna hjá stofnuninni í síma 483 0300.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×