Kína, Taívan og Bandaríkin 22. mars 2005 00:01 Löngum var grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Kína, en söguleg umskipti urðu í þeim málum þegar Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór á laun til Peking í júlí 1971 til viðræðna við kínverska ráðamenn. Skömmu síðar gerði Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, leyniför þessa opinbera og tilkynnti jafnframt að hann ætlaði að hitta kínverska ráðamenn í Peking árið eftir. Í kjölfar þessarar leynifarar og heimsóknar Nixons fóru samskipti landanna að þróast á eðlilegan hátt, en Taívan hefur alltaf verið ásteytingarsteinnin milli þeirra og er enn. Í síðustu viku samþykkti kínverska þingið sérstök lög varðandi Taívan, þar sem enn á ný er áréttað að það sé aðeins eitt Kína í heiminum og þá eiga kínversk stjórnvöld að sjálfsögðu við að Taívan tilheyri kínverska alþýðulýðveldinu. Þetta gerðist í sömu viku og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í fyrstu heimsókn sína til Peking sem utanríkisráðherra. Lög þessi eru mjög afdráttarlaus og yfirskrift þeirra endurspeglar vel innihaldið, að Kínverjar séu á móti aðskilnaði og Taívan sé hérað í Kína. Þar segir að kínversk stjórnvöld muni aldrei líða sjálfstæði Taívans. Ef Taívan-búar lýsi yfir sjálfstæði ráðist kínverski herinn á eyna. Kínverjar segja í skýringum sínum við setningu laganna að þau séu sett til að viðhalda friði og jafnvægi á sundinu milli meginlands Kína og hinnar umdeildu eyjar, og verja hagsmuni kínversku þjóðarinnar. Lagasetning þessi hefur ekki mælst vel fyrir hjá stjórnvöldum í Washington, og var hún til umræðu á fundi Rice með ráðamönnum í Kína nú um helgina. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er sagður hafa sagt Rice að hann vonaðist til að hún skildi ástæðurnar fyrir lagasetningunni og að þetta væri innanríkismál þar í landi. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum áratugum selt eða látið Taívan í té vopn og heitið ráðamönnum þar stuðningi í baráttu þeirra. Þetta hefur ekkert breyst og býr herinn á Taívan nú sem fyrr yfir mjög fullkomnum vopnum. Kínverjar hafa á undanförnum árum þrýst mikið á Evrópusambandið að aflétta vopnasölubanni sambandsins á Kína, en Bandaríkjastjórn hefur beitt vopnaframleiðsluþjóðir í sambandinu miklum þrýstingi svo að banninu verði ekki aflétt. Miklir peningahagsmunir eru í húfi fyrir mörg lönd í Evrópu og framþróun vopnaiðnaðar þar, því Kínverjar virðast reiðubúnir að kaupa margs konar tól og tæki til notkunar fyrir her sinn. En þrátt fyrir ýmsa agnúa á sambandi Bandaríkjamanna og Kínverja eiga þeir eitt mikilvægt sameiginlegt áhugamál og það er að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Eitt meginmarkmið ferðalags bandaríska utanríkisráðherrans til Asíu var að koma af stað á ný viðræðum nokkurra þjóða um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Nýju lögin í Kína auðvelda kannski ekki samskiptin við Bandaríkjastjórn en sameiginlegt áhyggjuefni stjórnanna í Washington og Peking um Norður-Kóreu er í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun
Löngum var grunnt á því góða milli Bandaríkjanna og Kína, en söguleg umskipti urðu í þeim málum þegar Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór á laun til Peking í júlí 1971 til viðræðna við kínverska ráðamenn. Skömmu síðar gerði Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, leyniför þessa opinbera og tilkynnti jafnframt að hann ætlaði að hitta kínverska ráðamenn í Peking árið eftir. Í kjölfar þessarar leynifarar og heimsóknar Nixons fóru samskipti landanna að þróast á eðlilegan hátt, en Taívan hefur alltaf verið ásteytingarsteinnin milli þeirra og er enn. Í síðustu viku samþykkti kínverska þingið sérstök lög varðandi Taívan, þar sem enn á ný er áréttað að það sé aðeins eitt Kína í heiminum og þá eiga kínversk stjórnvöld að sjálfsögðu við að Taívan tilheyri kínverska alþýðulýðveldinu. Þetta gerðist í sömu viku og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í fyrstu heimsókn sína til Peking sem utanríkisráðherra. Lög þessi eru mjög afdráttarlaus og yfirskrift þeirra endurspeglar vel innihaldið, að Kínverjar séu á móti aðskilnaði og Taívan sé hérað í Kína. Þar segir að kínversk stjórnvöld muni aldrei líða sjálfstæði Taívans. Ef Taívan-búar lýsi yfir sjálfstæði ráðist kínverski herinn á eyna. Kínverjar segja í skýringum sínum við setningu laganna að þau séu sett til að viðhalda friði og jafnvægi á sundinu milli meginlands Kína og hinnar umdeildu eyjar, og verja hagsmuni kínversku þjóðarinnar. Lagasetning þessi hefur ekki mælst vel fyrir hjá stjórnvöldum í Washington, og var hún til umræðu á fundi Rice með ráðamönnum í Kína nú um helgina. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er sagður hafa sagt Rice að hann vonaðist til að hún skildi ástæðurnar fyrir lagasetningunni og að þetta væri innanríkismál þar í landi. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum áratugum selt eða látið Taívan í té vopn og heitið ráðamönnum þar stuðningi í baráttu þeirra. Þetta hefur ekkert breyst og býr herinn á Taívan nú sem fyrr yfir mjög fullkomnum vopnum. Kínverjar hafa á undanförnum árum þrýst mikið á Evrópusambandið að aflétta vopnasölubanni sambandsins á Kína, en Bandaríkjastjórn hefur beitt vopnaframleiðsluþjóðir í sambandinu miklum þrýstingi svo að banninu verði ekki aflétt. Miklir peningahagsmunir eru í húfi fyrir mörg lönd í Evrópu og framþróun vopnaiðnaðar þar, því Kínverjar virðast reiðubúnir að kaupa margs konar tól og tæki til notkunar fyrir her sinn. En þrátt fyrir ýmsa agnúa á sambandi Bandaríkjamanna og Kínverja eiga þeir eitt mikilvægt sameiginlegt áhugamál og það er að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopnaframleiðslu í Norður-Kóreu. Eitt meginmarkmið ferðalags bandaríska utanríkisráðherrans til Asíu var að koma af stað á ný viðræðum nokkurra þjóða um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Nýju lögin í Kína auðvelda kannski ekki samskiptin við Bandaríkjastjórn en sameiginlegt áhyggjuefni stjórnanna í Washington og Peking um Norður-Kóreu er í fyrirrúmi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun