Innlent

Meirihlutinn sprakk á Grundarfirði

MYND/Ingi Þór Guðmundsson
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Grundarfjarðar til ellefu ára samfleytt sprakk í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur samstarfið gengið stirðlega upp á síðkastið en upp úr sauð vegna ágreinings um það hvort byggja skuli við núverandi leikskóla eða byggja nýjan á öðrum stað. Sjálfstæðismenn vilja byggja við núverandi skóla, sem er mun ódýrari kostur, en Framsóknarmenn vilja byggja nýjan þar sem núverandi leikskóli sé á afleitum stað í bænum. Framsóknarflokkurinn átti tvo fulltrúa í bæjarstjórninni en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá og eftir því sem næst verður komist hefur Sjálfstæðisflokkurinn rætt við Vinstri - græna og óháða um myndun meirihluta, en hvorugur flokkurinn hefur verið tilbúinn til þess. Þeir munu heldur ekki vilja mynda meirihluta með Framsóknarflokknum og er nú óformlega rætt um það að bæjarfulltrúar stjórni bæjarfélaginu saman samkvæmt fjárhagsáætlun þar til kemur að bæjarstjórnarkosningum eftir eitt ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×