Færeyingar og göngin inn í Gásadal 29. mars 2005 00:01 Lenti í Íslandi í dag með Hrafni Jökulssyni rétt fyrir páska. Í spjalli um jarðgöng sagði Hrafn að ég væri bóhem úr 101 sem skildi ekki landsbyggðina. Ég held að þetta sé ekki alveg rétt. Það er Sturla Böðvarsson sem er bóheminn. Hann vill hella peningum í hluti sem aldrei getur orðið nema risastórt tap á: Samgöngumiðstöðina við Reykjavíkurflugvöll og Héðinsfjarðargöngin. Miðað við þetta er ég bara smáborgari. Færeyingar lifðu miklu bóhemlífi á árunum fyrir 1990. Boruðu göng í gegnum öll fjöll og gerðu sig á endanum gjaldþrota. Hámarki náði þetta þegar hafin var lagning ganga á stað sem heitir Gásadalur þar sem bjuggu örfáar aldraðar hræður. Nokkru seinna setti kjördæmapotið Færeyjar á hausinn. Danir þurftu að koma þeim til bjargar. Göngin í Gásadal voru ekki kláruð - þau voru þarna, gat í fjalli, eins og tákn um bóhemlíf eyjaskeggja. --- --- --- Í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var grein þar sem manni sýndist að hefði þann tilgang að rétta meintan halla í umræðunni um jarðgöng. Fréttablaðið vill helst hafa alla góða. Íslendingar voru þarna sagðir eftirbátar annarra í jarðgangagerð - sérstaklega Færeyinga. Við þyrftum að bora heilmikið til að ná þeim. Svo var rætt við nokkra ákafa talsmenn jarðganga. Vissulega er það rétt sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sagði í greininni að það sé hagræði að Vestfjarðagöngunum. Staðreyndin er samt sú að stórfelld fólksfækkun hefur orðið í bæjunum sem þau þjóna síðan þau voru tekin í notkun. Tölur Hagstofunnar tala sínu máli - svona er íbúaþróunin milli 1994 og 2004: Ísafjörður og Hnífsdalur: 3518 – 3042 Þingeyri: 434 – 335 Flateyri: 397 – 284 Suðureyri: 320 – 317 --- --- --- Vestfjarðagöngin má þó vel réttlæta ef við aðhyllumst stefnu sem hefur verið í umræðunni síðan ég var smádrengur - að efla nokkra byggðakjarna í kringum landið. Þetta er náttúrlega hin eina skynsamlega byggðastefna, þótt einatt virðist farið í þveröfuga átt. Héðinsfjarðargöng fyrir 1380 manns orka hins vegar meira tvímælis. Ein meðgjöfin í göngunum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er fólgin í því að ekki skuli greitt gjald fyrir bílana sem þar aka um - kannski vegna þess hversu seinlega myndi ganga að safna upp í kostnaðinn? Það hefði varla neitt upp á sig. Hins vegar eru þeir sem aka um Hvalfjarðargöngin taldir nógu góðir til að borga sjálfir. Fleiri óraunsæjar hugmyndir liggja þarna að baki. Það er viðurkennt að atvinnulífið á Siglufirði sé svo einhæft að fólkið hljóti að flytja burt. Eitthvað annað þarf til en fiskinn - en hvað? Í viðtali við Fréttablaðið sér Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri von í því að fá framhaldsskóla í plássið - það er semsé ekki nóg að hafa fjölbrautarskóla á Sauðárkróki, í klukkutíma fjarlægð, og svo auðvitað á Akureyri. Einnig sjá menn von í því að íbúarnir geti nú farið að stunda vinnu á Akureyri; aka þangað í gegnum göngin. --- --- --- Ég bendi í þessu sambandi á ágæta grein sem ég fann á vef færeyska þingmannsins Jóhans Dal. Hann er að fjalla um milljónir sem hefur verið hellt í að halda byggð í smæstu plássum í Færeyjum, þar á meðal jarðgöng sem hafa hvorki aukið atvinnuna né stöðvað fólksflóttann. --- --- --- Eitt af því sem fjölskyldunefnd Halldórs Ásgrímssonar er að skoða eru skólabúningar. Þetta er rætt víðar. Á fundi foreldrafélaga í Vesturbænum nýskeð tóku foreldrar nokkuð jákvætt í hugmyndir um skólabúninga. Aðeins eitt í þessu sambandi: Skólabúningar eru góðir og blessaðir, en bara ekki hafa þá úr flísi! Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun
Lenti í Íslandi í dag með Hrafni Jökulssyni rétt fyrir páska. Í spjalli um jarðgöng sagði Hrafn að ég væri bóhem úr 101 sem skildi ekki landsbyggðina. Ég held að þetta sé ekki alveg rétt. Það er Sturla Böðvarsson sem er bóheminn. Hann vill hella peningum í hluti sem aldrei getur orðið nema risastórt tap á: Samgöngumiðstöðina við Reykjavíkurflugvöll og Héðinsfjarðargöngin. Miðað við þetta er ég bara smáborgari. Færeyingar lifðu miklu bóhemlífi á árunum fyrir 1990. Boruðu göng í gegnum öll fjöll og gerðu sig á endanum gjaldþrota. Hámarki náði þetta þegar hafin var lagning ganga á stað sem heitir Gásadalur þar sem bjuggu örfáar aldraðar hræður. Nokkru seinna setti kjördæmapotið Færeyjar á hausinn. Danir þurftu að koma þeim til bjargar. Göngin í Gásadal voru ekki kláruð - þau voru þarna, gat í fjalli, eins og tákn um bóhemlíf eyjaskeggja. --- --- --- Í Fréttablaðinu á fimmtudaginn var grein þar sem manni sýndist að hefði þann tilgang að rétta meintan halla í umræðunni um jarðgöng. Fréttablaðið vill helst hafa alla góða. Íslendingar voru þarna sagðir eftirbátar annarra í jarðgangagerð - sérstaklega Færeyinga. Við þyrftum að bora heilmikið til að ná þeim. Svo var rætt við nokkra ákafa talsmenn jarðganga. Vissulega er það rétt sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, sagði í greininni að það sé hagræði að Vestfjarðagöngunum. Staðreyndin er samt sú að stórfelld fólksfækkun hefur orðið í bæjunum sem þau þjóna síðan þau voru tekin í notkun. Tölur Hagstofunnar tala sínu máli - svona er íbúaþróunin milli 1994 og 2004: Ísafjörður og Hnífsdalur: 3518 – 3042 Þingeyri: 434 – 335 Flateyri: 397 – 284 Suðureyri: 320 – 317 --- --- --- Vestfjarðagöngin má þó vel réttlæta ef við aðhyllumst stefnu sem hefur verið í umræðunni síðan ég var smádrengur - að efla nokkra byggðakjarna í kringum landið. Þetta er náttúrlega hin eina skynsamlega byggðastefna, þótt einatt virðist farið í þveröfuga átt. Héðinsfjarðargöng fyrir 1380 manns orka hins vegar meira tvímælis. Ein meðgjöfin í göngunum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er fólgin í því að ekki skuli greitt gjald fyrir bílana sem þar aka um - kannski vegna þess hversu seinlega myndi ganga að safna upp í kostnaðinn? Það hefði varla neitt upp á sig. Hins vegar eru þeir sem aka um Hvalfjarðargöngin taldir nógu góðir til að borga sjálfir. Fleiri óraunsæjar hugmyndir liggja þarna að baki. Það er viðurkennt að atvinnulífið á Siglufirði sé svo einhæft að fólkið hljóti að flytja burt. Eitthvað annað þarf til en fiskinn - en hvað? Í viðtali við Fréttablaðið sér Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri von í því að fá framhaldsskóla í plássið - það er semsé ekki nóg að hafa fjölbrautarskóla á Sauðárkróki, í klukkutíma fjarlægð, og svo auðvitað á Akureyri. Einnig sjá menn von í því að íbúarnir geti nú farið að stunda vinnu á Akureyri; aka þangað í gegnum göngin. --- --- --- Ég bendi í þessu sambandi á ágæta grein sem ég fann á vef færeyska þingmannsins Jóhans Dal. Hann er að fjalla um milljónir sem hefur verið hellt í að halda byggð í smæstu plássum í Færeyjum, þar á meðal jarðgöng sem hafa hvorki aukið atvinnuna né stöðvað fólksflóttann. --- --- --- Eitt af því sem fjölskyldunefnd Halldórs Ásgrímssonar er að skoða eru skólabúningar. Þetta er rætt víðar. Á fundi foreldrafélaga í Vesturbænum nýskeð tóku foreldrar nokkuð jákvætt í hugmyndir um skólabúninga. Aðeins eitt í þessu sambandi: Skólabúningar eru góðir og blessaðir, en bara ekki hafa þá úr flísi! Á forsíðu Silfurs Egils
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun