Menning

Aukaefni gegn fitu í ruslfæði

Ruslfæði hefur verið talið eiga sinn þátt í auknum offituvanda fólks og hækkandi tíðni sykursýki. Vísindamenn í San Diego gætu hafa fundið leið til að draga úr slæmum áhrifum ruslfæðis, með aukaefni sem getur hægt á upptöku líkamans á fitu niður í eðlilegan hraða. Vísindamennirnir voru með hóp af hömstrum sem í fjórar vikur fengu mat sem innihélt jafnmikla fitu og dæmigert ruslfæði og annan hóp sem fékk fæði sem innihélt litla fitu. Hópurinn sem sem fékk fituríka fæðu þróaði með sér insúlín ónæmi sem er undanfari sykursýki á meðan engin breyting var á hinum hópnum. En þegar vísindamennirnir endurtóku tilraunina með því að gefa dýrunum visst aukaefni út í fituríku fæðuna þróuðu dýrin ekki með sér ónæmi fyrir insúlíni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×