Þriðji í röð hjá Keflavíkurstúlkum 6. apríl 2005 00:01 Kvennalið Keflavíkur í körfubolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn með 13 stiga sigri á Grindavík, 70-57, í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunm en þetta var þriðja árið í röð sem Keflavíkur vinnur úrslitaeinvígið 3-0. Alex Stewart, bandaríski leikstjórnandi Keflavíkurliðsins var valin besti leikmaður úrslitanna en hún skoraði 22,3 stig tók 9,3 fráköst og gaf 7,7 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunuum. Hún var himinlifandi þegar titilinn var í höfn. "Þetta er dásamleg tilfinning því þetta er líka í fyrsta sinn sem ég vinn titil og þetta er því mjög spennandi stund fyrir mig," sagði Alex eftir leikinn. "Þetta er ótrúlegt lið hér í Keflavík og ég gerði svo sem ekki mikið. Það var frábært að koma inn í svona gott lið og fá svona góðar móttökur," sagði Alex kát í leikslok en hún var langstigahæst hjá Keflavík í leiknum með 24 stig. Keflavík hafði frumkvæðið allan leikinn í gær og Grindavík komst aldrei yfir þótt að þær Rita Williams og Sólveig Gunnlaugsdóttir hafi haldið liðinu inn í leiknum með góðum leik. Hjá Keflavík var það enn og aftur liðsheildin sem gerði gæfumuninn í þessu einvígi. "Við mættum bara betra liði, þær voru tilbúnar frá fyrsta leik og neistinn var hjá þeim," sagði Henning Henningsson, þjálfari Grindavíkur. "Ég er búinn að læra heilmikið í vetur en ég er ekki ánægður með veturinn því ég tel að þetta lið hafi átt að ná betri árangri. Ég tek heilmikið á því á mig sjálfur," bætti Henning við. Stig Keflavíkur: Alex Stewart 24 (10 fráköst, 5 stoðs.), Svava Ósk Stefánsdóttir 9, Anna María Sveinsdóttir 8 (14 fráköst, 5 stolnir), Bryndís Guðmundsdóttir 8 (9 fráköst, 5 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 8, María Ben Erlingsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6. Stig Grindavíkur: Rita Williams 24 (8 fráköst, 6 stoðs.), Sólveig Gunnlaugsdóttir 16 (8 fráköst), Svandís Sigurðardóttir 12 (10 fráköst, 5 stolnir), Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Erla Reynisdóttir 2, Erla Þorsteinsdóttir 1. Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur í körfubolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn með 13 stiga sigri á Grindavík, 70-57, í þriðja leik liðanna í lokaúrslitunm en þetta var þriðja árið í röð sem Keflavíkur vinnur úrslitaeinvígið 3-0. Alex Stewart, bandaríski leikstjórnandi Keflavíkurliðsins var valin besti leikmaður úrslitanna en hún skoraði 22,3 stig tók 9,3 fráköst og gaf 7,7 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitunuum. Hún var himinlifandi þegar titilinn var í höfn. "Þetta er dásamleg tilfinning því þetta er líka í fyrsta sinn sem ég vinn titil og þetta er því mjög spennandi stund fyrir mig," sagði Alex eftir leikinn. "Þetta er ótrúlegt lið hér í Keflavík og ég gerði svo sem ekki mikið. Það var frábært að koma inn í svona gott lið og fá svona góðar móttökur," sagði Alex kát í leikslok en hún var langstigahæst hjá Keflavík í leiknum með 24 stig. Keflavík hafði frumkvæðið allan leikinn í gær og Grindavík komst aldrei yfir þótt að þær Rita Williams og Sólveig Gunnlaugsdóttir hafi haldið liðinu inn í leiknum með góðum leik. Hjá Keflavík var það enn og aftur liðsheildin sem gerði gæfumuninn í þessu einvígi. "Við mættum bara betra liði, þær voru tilbúnar frá fyrsta leik og neistinn var hjá þeim," sagði Henning Henningsson, þjálfari Grindavíkur. "Ég er búinn að læra heilmikið í vetur en ég er ekki ánægður með veturinn því ég tel að þetta lið hafi átt að ná betri árangri. Ég tek heilmikið á því á mig sjálfur," bætti Henning við. Stig Keflavíkur: Alex Stewart 24 (10 fráköst, 5 stoðs.), Svava Ósk Stefánsdóttir 9, Anna María Sveinsdóttir 8 (14 fráköst, 5 stolnir), Bryndís Guðmundsdóttir 8 (9 fráköst, 5 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 8, María Ben Erlingsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6. Stig Grindavíkur: Rita Williams 24 (8 fráköst, 6 stoðs.), Sólveig Gunnlaugsdóttir 16 (8 fráköst), Svandís Sigurðardóttir 12 (10 fráköst, 5 stolnir), Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Erla Reynisdóttir 2, Erla Þorsteinsdóttir 1.
Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira