Áberandi gleraugu eða ósýnileg 7. apríl 2005 00:01 "Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bermann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
"Gleraugu virðast fara stækkandi fremur en hitt og það er einkum tvennt sem er ríkjandi í gleraugnatískunni," segir Daníel. "Það eru annars vegar þessi fínlegu, nánast ósýnilegu gleraugu. Þar eru engar umgjarðir heldur er bara borað í glerið til að festa hárfínar títaníum spangirnar á. Það er "Airweight Titanium" týpan og hún er mjög vinsæl núna. Hins vegar eru svo efnismiklar og dökkar plastumgjarðir, svolítið stórar. Það eru meira áberandi gleraugu og þau þykja mjög flott." Daníel selur tískuvöru frá Armani, Gucci, Karen Millen og Prada svo nokkuð sé nefnt en er líka með töff hágæðagleraugu með minna þekktum merkjum og kveðst leggja áherslu á lágt verð í öllum tilfellum. Hann segir glerin öll með glampavörn og er beðinn að útskýra hana nánar. "Glerin hleypa góðri birtu í gegn um sig en endurkasta litlu ljósi. Það er nauðsynleg við lestur og skjávinnu. Það þarf að taka tillit til viðfangsefna fólks. Þeir sem eru aktífir í golfi, hestamennsku, útivist og leik þurfa til dæmis sterkari gleraugu og sveigjanlegri en þeir sem lítið hreyfa sig." Daníel segir flesta þiggja leiðbeiningar við val á gleraugum en ýmsir hafi líka ákveðnar skoðanir þegar þeir komi. Hann segir það vissulega fara eftir andlitslagi fólks hvað henti hverjum og einum en formin séu líka óteljandi. "Þetta er alltaf smekksatriði en ef fólk sér umgjörð sem því finnst falleg en passar því svo ekki, þá er alltaf hægt að finna einhverja svipaða sem fer því vel," segir hann að lokum.Létt málmumgjörð frá Frakklandi.Mynd/E.ÓlDaníel Edelstein sjóntækjafræðingur segir engan vanda að finna gleraugu sem fari fólki vel.Mynd/E.ÓlDæmi um gleraugu sem sjást og setja svip á persónuna sem ber þau.Mynd/E.ÓlHér eru þessi fínlegu gleraugu með nettu títaníum spöngunum sem margir aðhyllast.Mynd/E.Ól
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bermann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög