Sætir skór og glansandi glingur 7. apríl 2005 00:01 Í lok síðasta árs opnaði á Laugaveginum lítil verlsun sem heitir Friis Company. Mörgum var þessi verslun þó kunn, því Friis Company er dönsk keðja sem rekur verslanir víða í Evrópu og einnig í Asíu. Í versluninni fást eingöngu fylgihlutir og þar er því mikið úrval af fallegum skóm, töskum, beltum, klútum og skarti. Eigendurnir, þær Kamilla og Þórdís Harpa, eru fagurkerar sem halda upp á miðbæinn og fannst orðin vöntun á fallegum verslunum og verslunargluggum við Laugaveginn. Þær létu ekki sitt eftir liggja, fóru á stjá eftir skemmtilegri viðskiptahugmynd og fyrr en varði var verslunin orðin að veruleika. Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Nýjar vörur koma reglulega í búðina og því er alltaf eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum. Nú er búðin stútfull af gulli og silfri, nælum og beltum og stórum, flottum handtöskum sem sóma sér til dæmis vel á handleggnum í lengri eða styttri ferðum innanlands sem utan í sumar.Gullskór kr. 7.990Mynd/HariTöskusett kr. 6.990, 2.990, 1.990Mynd/HariHvítir hælaskór kr. 7.990Mynd/HariGræn taska kr. 4.990Mynd/HariGrænt belti kr. 2.990Mynd/HariTrefill kr. 4.990 m.nælu Skór kr. 3.990Mynd/HariStór handtaska kr. 7.990Mynd/Hari Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Í lok síðasta árs opnaði á Laugaveginum lítil verlsun sem heitir Friis Company. Mörgum var þessi verslun þó kunn, því Friis Company er dönsk keðja sem rekur verslanir víða í Evrópu og einnig í Asíu. Í versluninni fást eingöngu fylgihlutir og þar er því mikið úrval af fallegum skóm, töskum, beltum, klútum og skarti. Eigendurnir, þær Kamilla og Þórdís Harpa, eru fagurkerar sem halda upp á miðbæinn og fannst orðin vöntun á fallegum verslunum og verslunargluggum við Laugaveginn. Þær létu ekki sitt eftir liggja, fóru á stjá eftir skemmtilegri viðskiptahugmynd og fyrr en varði var verslunin orðin að veruleika. Viðtökurnar hafa verið framar vonum. Nýjar vörur koma reglulega í búðina og því er alltaf eitthvað nýtt og ferskt á boðstólnum. Nú er búðin stútfull af gulli og silfri, nælum og beltum og stórum, flottum handtöskum sem sóma sér til dæmis vel á handleggnum í lengri eða styttri ferðum innanlands sem utan í sumar.Gullskór kr. 7.990Mynd/HariTöskusett kr. 6.990, 2.990, 1.990Mynd/HariHvítir hælaskór kr. 7.990Mynd/HariGræn taska kr. 4.990Mynd/HariGrænt belti kr. 2.990Mynd/HariTrefill kr. 4.990 m.nælu Skór kr. 3.990Mynd/HariStór handtaska kr. 7.990Mynd/Hari
Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira