Dallas valtaði yfir San Antonio 13. október 2005 19:01 Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið. Varnarleikurinn hefur verið settur á oddinn hjá Dallas eftir að Avery Johnson tók við liðinu og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum síðan hann tók við af Don Nelson. Hann var að stýra Mavericks í sínum fyrsta leik gegn lærimeistara sínum Gregg Popovich, sem þjálfaði Johnson á sínum tíma þegar hann lék fyrir Spurs. Leikurinn í nótt var hin besta skemmtun og auk þess að spila harðan varnarleik, fóru Dallas menn á kostum í sókninni og niðurstaðan var stærsta tap San Antonio í fjögur ár, 104-68. Hvorki gekk né rak í sóknarleiknum hjá San Antonio, þar sem Brent Barry var stigahæstur með aðeins 12 stig. Í jöfnu liði Dallas var Keith Van Horn stigahæstur með 17 stig og Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 27 mínútum. Spurs sitja þó sem fastast í efsta sæti riðils síns með 55 sigra og 20 töp, sem auðvitað er frábær árangur, en ljóst er að liðið gerir litlar rósir í úrslitakeppninni ef Tim Duncan fer ekki að ná sér af meiðslum sínum fljótlega. Grannaliðin New York og New Jersey áttust við á heimavelli þeirra síðarnefndu og þar héldu Nets uppteknum hætti og sigruðu, 110-98 og undirstrikuðu enn einu sinni að þeir ætla sér ekki að vera litla liðið á svæðinu. Stephon Marbury, sem í vetur lýsti því yfir að hann væri besti leikstjórnandi í NBA, var að venju stigahæstur í liði New York með 30 stig og átti 9 stoðsendingar. Þessi fína tölfræði hans skilaði þó ekki sigri í hús fyrir Knicks frekar en svo oft áður og Nets sigruðu næsta auðveldlega. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 32 stig og Jason Kidd náði 66. þrennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 28 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 10 fráköst. Mikill hiti var í leiknum og undir lokin lenti Kidd illa á Kurt Thomas, framherja Knicks sem setti fyrir hann harkalega hindrun, með þeim afleiðingum að Kidd steinlá í gólfinu. Kidd reis á fætur og hrinti Thomas og hlaut að launum tæknivillu, sem virtist kveikja í kappanum, því hann kláraði leikinn með fimm stigum í röð í næstu tveimur sóknum á eftir. Þegar Kidd var spurður að því eftir leikinn hvort hann hefði orðið æstur við atvikið, svaraði hann; "Ég verð ekki spenntur eða æstur þegar ég er að spila við léleg lið - þeir eru lélegt lið," sagði leikstjórnandinn, sem greinilega hefur eitthvað látið granna sína fara í taugarnar á sér. Los Angeles Lakers náðu að tryggja sér vafasaman árangur í nótt, en nú er ljóst að liðið verður með undir 50% vinningshlutfall í fyrsta sinn í ellefu ár. Houston Rockets, sem hafa verið að hiksta nokkuð upp á síðkastið, nýttu sér vel að eiga inni heimsókn í Staples Center til að rétta af dapurt gengi undanfarið og höfðu auðveldan 114-100 sigur á slöku Lakers liði. Phil Jackson, fyrrum þjálfari liðsins sat í stúkunni á leiknum og hristi höfuðið yfir slakri frammistöðu fyrrum leikmanna sinna. Tracy McGrady skoraði 27 stig og átti 7 stoðsendingar fyrir Houston Rockets, en Caron Butler var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig og 12 fráköst og Kobe Bryant náði þrennu með 19 stigum, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Dallas Mavericks settu á svið sýningu á heimavelli sínum í nótt, þegar liðið vann sinn stærsta sigur í sögunni á San Antonio Spurs, sem greinilega sakna Tim Duncan mikið. Varnarleikurinn hefur verið settur á oddinn hjá Dallas eftir að Avery Johnson tók við liðinu og hefur liðið aðeins tapað tveimur leikjum síðan hann tók við af Don Nelson. Hann var að stýra Mavericks í sínum fyrsta leik gegn lærimeistara sínum Gregg Popovich, sem þjálfaði Johnson á sínum tíma þegar hann lék fyrir Spurs. Leikurinn í nótt var hin besta skemmtun og auk þess að spila harðan varnarleik, fóru Dallas menn á kostum í sókninni og niðurstaðan var stærsta tap San Antonio í fjögur ár, 104-68. Hvorki gekk né rak í sóknarleiknum hjá San Antonio, þar sem Brent Barry var stigahæstur með aðeins 12 stig. Í jöfnu liði Dallas var Keith Van Horn stigahæstur með 17 stig og Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst á aðeins 27 mínútum. Spurs sitja þó sem fastast í efsta sæti riðils síns með 55 sigra og 20 töp, sem auðvitað er frábær árangur, en ljóst er að liðið gerir litlar rósir í úrslitakeppninni ef Tim Duncan fer ekki að ná sér af meiðslum sínum fljótlega. Grannaliðin New York og New Jersey áttust við á heimavelli þeirra síðarnefndu og þar héldu Nets uppteknum hætti og sigruðu, 110-98 og undirstrikuðu enn einu sinni að þeir ætla sér ekki að vera litla liðið á svæðinu. Stephon Marbury, sem í vetur lýsti því yfir að hann væri besti leikstjórnandi í NBA, var að venju stigahæstur í liði New York með 30 stig og átti 9 stoðsendingar. Þessi fína tölfræði hans skilaði þó ekki sigri í hús fyrir Knicks frekar en svo oft áður og Nets sigruðu næsta auðveldlega. Vince Carter var stigahæstur í liði heimamanna með 32 stig og Jason Kidd náði 66. þrennu sinni á ferlinum þegar hann skoraði 28 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 10 fráköst. Mikill hiti var í leiknum og undir lokin lenti Kidd illa á Kurt Thomas, framherja Knicks sem setti fyrir hann harkalega hindrun, með þeim afleiðingum að Kidd steinlá í gólfinu. Kidd reis á fætur og hrinti Thomas og hlaut að launum tæknivillu, sem virtist kveikja í kappanum, því hann kláraði leikinn með fimm stigum í röð í næstu tveimur sóknum á eftir. Þegar Kidd var spurður að því eftir leikinn hvort hann hefði orðið æstur við atvikið, svaraði hann; "Ég verð ekki spenntur eða æstur þegar ég er að spila við léleg lið - þeir eru lélegt lið," sagði leikstjórnandinn, sem greinilega hefur eitthvað látið granna sína fara í taugarnar á sér. Los Angeles Lakers náðu að tryggja sér vafasaman árangur í nótt, en nú er ljóst að liðið verður með undir 50% vinningshlutfall í fyrsta sinn í ellefu ár. Houston Rockets, sem hafa verið að hiksta nokkuð upp á síðkastið, nýttu sér vel að eiga inni heimsókn í Staples Center til að rétta af dapurt gengi undanfarið og höfðu auðveldan 114-100 sigur á slöku Lakers liði. Phil Jackson, fyrrum þjálfari liðsins sat í stúkunni á leiknum og hristi höfuðið yfir slakri frammistöðu fyrrum leikmanna sinna. Tracy McGrady skoraði 27 stig og átti 7 stoðsendingar fyrir Houston Rockets, en Caron Butler var atkvæðamestur í liði heimamanna með 24 stig og 12 fráköst og Kobe Bryant náði þrennu með 19 stigum, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.
Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira