Shadow Of Rome 17. október 2005 23:41 Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi.Umgjörð Leikurinn skiptist í tvo leikjageira og eru það félagarnir Agrippa og Octavianus sem skipta með sér verkum. Agrippa er að sjálfsögðu skylmingarþrællinn sem þarf að hakka í sundur andstæðinga sína hvort sem það eru menn eða dýr. Octavianus getur ekki barist en getur hinsvegar læðupokast um og ljóstrað upp leyndarmálum innan veggja Rómaveldis. Söguþráðurinn er fléttaður saman með sjónarhornum félaganna tveggja og gerir það söguna spenandi. Spilun Þrátt fyrir að leikurinn skiptist niður í tvo leikjageira er það spilunin á Agrippa sem stendur uppúr. Hann lærir að berjast með mismunandi vopnum og aðferðum sem gerir hann öflugri fyrir vikið. Leikurinn er mjög ofbeldisfullur þar sem Agrippa getur búttað andstæðinga sína niður og notað líkamsparta þeirra sem vopn. Það kætir líka áhorfendur að sjá mikið ofbeldi og fær Agrippa mikinn stuðning ef hann gefur áhorfendum það sem ætlast er af skylmingarþrælum. Spilunin á Octavianus er mun síðri þar sem hún er einföld og á köflum leiðigjörn sem dregur leikinn niður. Hann læðist um og getur rotað verði og aðra vegfarendur og stolið búningum þeirra. Einnig getur Octavianus hlerað samtöl í herbergjum með því að kíkja í gegnum skráargöt. Það hjálpar honum því stundum vakna grunsemdir hjá vörðum sem spyrja Octavianus spurninga sem oft tengjast samtölum bak við luktar dyr. Grafík og hljóð Framsetningin á leiknum er ágæt þó svo framleiðendur hefðu mátt hugsa aðeins betur um vistunarmöguleika í leiknum. Grafíkin er fín með íburðarmiklu umhverfi og raunverlegri endurspeglun á Rómarveldi til forna. Tónlistin gerði ekkert svakalega mikið fyrir mig en hún fékk að krauma undir öllum hasarnum. Það eru engar nýjungar í þessum leik en hann byggir meira á blóðdrifnum söguþræði. Satt að segja er leikurinn fín skemmtun svo lengi sem spilarinn nennir að klára verkefni Octavianus því aðallinn er spilunin á Agrippa. Ágætis hasar fyrir þá sem eru ekki viðkvæmir á sálinni. Niðurstaða: Leikur um líf og örlög Rómarveldis til forna. Mikið ofbeldi blandast við góðan söguþráð. Leikurinn spilast á tvö vegu, annarsvegar sem hasarleikur og hinsvegar sem læðupokaleikur. Fín afþreying þrátt fyrir að vera ekki gallalaus. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Capcom Production Studio 2 Útgefandi: Capcom Vefsíða: http://www.shadowofrome.com/ Franz Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Skylmingarþrælar urðu aftur svaka töffarar með mynd Ridley Scott “Gladiator”. Í Shadow Of Rome er umfjöllunarefnið Róm til forna stuttu eftir að Sesar er myrtur. Agrippa er hermaður sem snýr heim til Rómar og kemst að því að faðir hans er grunaður um tilræðið. Með hjálp félaga síns Octavianus ætla þeir að afhjúpa morðingjann og bjarga föður Agrippa frá dauðadóm í hringleikahúsinu ógurlega. Agrippa gerist skylmingarþræll í þeirri von að geta unnið leikanna en sigurvegarinn fær það böðulshlutverk að taka morðingja Sesars af lífi.Umgjörð Leikurinn skiptist í tvo leikjageira og eru það félagarnir Agrippa og Octavianus sem skipta með sér verkum. Agrippa er að sjálfsögðu skylmingarþrællinn sem þarf að hakka í sundur andstæðinga sína hvort sem það eru menn eða dýr. Octavianus getur ekki barist en getur hinsvegar læðupokast um og ljóstrað upp leyndarmálum innan veggja Rómaveldis. Söguþráðurinn er fléttaður saman með sjónarhornum félaganna tveggja og gerir það söguna spenandi. Spilun Þrátt fyrir að leikurinn skiptist niður í tvo leikjageira er það spilunin á Agrippa sem stendur uppúr. Hann lærir að berjast með mismunandi vopnum og aðferðum sem gerir hann öflugri fyrir vikið. Leikurinn er mjög ofbeldisfullur þar sem Agrippa getur búttað andstæðinga sína niður og notað líkamsparta þeirra sem vopn. Það kætir líka áhorfendur að sjá mikið ofbeldi og fær Agrippa mikinn stuðning ef hann gefur áhorfendum það sem ætlast er af skylmingarþrælum. Spilunin á Octavianus er mun síðri þar sem hún er einföld og á köflum leiðigjörn sem dregur leikinn niður. Hann læðist um og getur rotað verði og aðra vegfarendur og stolið búningum þeirra. Einnig getur Octavianus hlerað samtöl í herbergjum með því að kíkja í gegnum skráargöt. Það hjálpar honum því stundum vakna grunsemdir hjá vörðum sem spyrja Octavianus spurninga sem oft tengjast samtölum bak við luktar dyr. Grafík og hljóð Framsetningin á leiknum er ágæt þó svo framleiðendur hefðu mátt hugsa aðeins betur um vistunarmöguleika í leiknum. Grafíkin er fín með íburðarmiklu umhverfi og raunverlegri endurspeglun á Rómarveldi til forna. Tónlistin gerði ekkert svakalega mikið fyrir mig en hún fékk að krauma undir öllum hasarnum. Það eru engar nýjungar í þessum leik en hann byggir meira á blóðdrifnum söguþræði. Satt að segja er leikurinn fín skemmtun svo lengi sem spilarinn nennir að klára verkefni Octavianus því aðallinn er spilunin á Agrippa. Ágætis hasar fyrir þá sem eru ekki viðkvæmir á sálinni. Niðurstaða: Leikur um líf og örlög Rómarveldis til forna. Mikið ofbeldi blandast við góðan söguþráð. Leikurinn spilast á tvö vegu, annarsvegar sem hasarleikur og hinsvegar sem læðupokaleikur. Fín afþreying þrátt fyrir að vera ekki gallalaus. Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Capcom Production Studio 2 Útgefandi: Capcom Vefsíða: http://www.shadowofrome.com/
Franz Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira