NBA - Spurs aftur í framlengingu 11. apríl 2005 00:01 San Antonio Spurs lentu annan daginn í röð í tvöfaldri framlengingu í nótt, þegar þeir heimsóttu sjóðheitt lið Golden State Warriors. Rétt eins og í fyrri leiknum, náðu Spurs að hafa sigur og sækja nú fast á hæla Phoenix Suns í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var stigahæstur í liðið Spurs í nótt í 136-134 sigri á Warriors, en hann skoraði 35 stig og átti 12 stoðsendingar. Leikurinn snerist upp í einvígi milli Parker og Baron Davis hjá Warriors, en hann var með 38 stig og 9 stoðsendingar. Davis tryggði Golden State fyrstu tvær framlengingarnar með skoti á síðustu sekúndum, en það var Parker sem gerði svo sigurkörfu Spurs rétt fyrir leikslok. San Antonio var án þriggja byrjunarliðsmanna í leiknum, en þeir Tim Duncan, Manu Ginobili og Rasho Nesterovic voru allir frá vegna meiðsla. New York Knicks þurftu líka framlengingu til að afstýra lengstu taphrinu félagsins í 20 ár, en eftir að hafa tapað níu leikjum í röð náðu þeir loksins að vinna og það gegn Indiana Pacers á útivelli. Jamal Crawford var stigahæstur í liði Knicks með 32 stig, en gamla brýnið Reggie Miller skoraði allra mest á vellinum, 34 stig. Indiana hafði fyrir leikinn unnið 6 leiki í röð, en Michael Sweetney var hetja gestanna þegar hann fylgdi eftir misheppnuðu skoti Stephon Marbury á lokasekúndum framlengingar og tryggði Knicks sigurinn. Portland sigraði New Orleans á útivelli 90-81 og afstýrðu þar með tveimur löngum taphrinum, en liðið hafði tapað 7 leikjum í röð og 10 útileikjum í röð áður en þeir lögðu arfa slakt og meiðslum hrjáð lið Hornets. Shareef Abdur-Rahim var atkvæðamestur í Portland með 25 stig og 10 fráköst. Að lokum tryggði Memphis stöðu sína í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með nokkuð auðveldum sigri á Charlotte Bobcats 102-95, þar sem Shane Battier fór mikinn og skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Memphis Grizzlies í síðustu sex leikjum, en hinsvegar áttundi tapleikur Charlotte í röð. Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
San Antonio Spurs lentu annan daginn í röð í tvöfaldri framlengingu í nótt, þegar þeir heimsóttu sjóðheitt lið Golden State Warriors. Rétt eins og í fyrri leiknum, náðu Spurs að hafa sigur og sækja nú fast á hæla Phoenix Suns í baráttunni um efsta sætið í Vesturdeildinni. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var stigahæstur í liðið Spurs í nótt í 136-134 sigri á Warriors, en hann skoraði 35 stig og átti 12 stoðsendingar. Leikurinn snerist upp í einvígi milli Parker og Baron Davis hjá Warriors, en hann var með 38 stig og 9 stoðsendingar. Davis tryggði Golden State fyrstu tvær framlengingarnar með skoti á síðustu sekúndum, en það var Parker sem gerði svo sigurkörfu Spurs rétt fyrir leikslok. San Antonio var án þriggja byrjunarliðsmanna í leiknum, en þeir Tim Duncan, Manu Ginobili og Rasho Nesterovic voru allir frá vegna meiðsla. New York Knicks þurftu líka framlengingu til að afstýra lengstu taphrinu félagsins í 20 ár, en eftir að hafa tapað níu leikjum í röð náðu þeir loksins að vinna og það gegn Indiana Pacers á útivelli. Jamal Crawford var stigahæstur í liði Knicks með 32 stig, en gamla brýnið Reggie Miller skoraði allra mest á vellinum, 34 stig. Indiana hafði fyrir leikinn unnið 6 leiki í röð, en Michael Sweetney var hetja gestanna þegar hann fylgdi eftir misheppnuðu skoti Stephon Marbury á lokasekúndum framlengingar og tryggði Knicks sigurinn. Portland sigraði New Orleans á útivelli 90-81 og afstýrðu þar með tveimur löngum taphrinum, en liðið hafði tapað 7 leikjum í röð og 10 útileikjum í röð áður en þeir lögðu arfa slakt og meiðslum hrjáð lið Hornets. Shareef Abdur-Rahim var atkvæðamestur í Portland með 25 stig og 10 fráköst. Að lokum tryggði Memphis stöðu sína í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með nokkuð auðveldum sigri á Charlotte Bobcats 102-95, þar sem Shane Battier fór mikinn og skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst. Þetta var fimmti sigur Memphis Grizzlies í síðustu sex leikjum, en hinsvegar áttundi tapleikur Charlotte í röð.
Körfubolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira