Hreyfilistaverk úr hverju sem er 11. apríl 2005 00:01 Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er. Ganson lýsir verkum sínum sem samblandi af verkfræði og list. Verk hans, sem eru oft mikil völundarsmíð, eru gerð úr hlutum úr okkar daglega umhverfi en hafa fengið vægast sagt nýtt hlutverk. Búið er að safna saman í sal í Orkuveituhúsinu ýmsum hlutum og fleiri eru væntanlegir en úr þeim ætlar hann að vinna listaverk með íslenskum listamönnum, kennurum og verkfræðingum en þó aðallega íslenskum börnum. Ganson segir að viðfangsefnið verði að setja af stað vélræna keðjuverkun eða stóra vél. Fjölmargir venjulegir og einfaldir hlutir verði teknir fram og þeim raðað saman í rýminu með þeim hætti að einn hlutur hafi áhrif á annan, að orkan flytjist áfram. Þessi vinna fer fram eftir hádegi á hverjum degi í höfuðstöðvum Orkuveitunnar og þangað geta börn komið og beitt hugmyndafluginu. Ganson segir tækniþekkinguna koma frá fullorðna fólkinu en hugmyndirnar frá börnunum. Þetta gerist með því að horfa á hlut og leika með hann, en börn séu snillingar í frjálsri hugsun. Afrakstur vinnunnar kemur svo í ljós á sunnudaginn þegar verkið verður sýnt en Arthur Ganson segist ekki hafa hugmynd um hvernig verkið verður eða hvers megi vænta af íslensku börnunum. Hann sé reyndar mjög spenntur að sjá hvernig þau vinni. Tilveran Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Gangandi óskabein úr kjúklingi og fluga sem sveimar í sífellu í kringum ljósaperu eru meðal þess sem sjá má í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þessa dagana. Það er bandaríski listamaðurinn Arthur Ganson sem á heiðurinn af þessu, en hann býr til vægast sagt óvenjulega hluti úr óvenjulegum hlutum. Hann ætlar alla vikuna að vinna með íslenskum börnum að hreyfilistaverki sem búið er til úr nánast hverju sem er. Ganson lýsir verkum sínum sem samblandi af verkfræði og list. Verk hans, sem eru oft mikil völundarsmíð, eru gerð úr hlutum úr okkar daglega umhverfi en hafa fengið vægast sagt nýtt hlutverk. Búið er að safna saman í sal í Orkuveituhúsinu ýmsum hlutum og fleiri eru væntanlegir en úr þeim ætlar hann að vinna listaverk með íslenskum listamönnum, kennurum og verkfræðingum en þó aðallega íslenskum börnum. Ganson segir að viðfangsefnið verði að setja af stað vélræna keðjuverkun eða stóra vél. Fjölmargir venjulegir og einfaldir hlutir verði teknir fram og þeim raðað saman í rýminu með þeim hætti að einn hlutur hafi áhrif á annan, að orkan flytjist áfram. Þessi vinna fer fram eftir hádegi á hverjum degi í höfuðstöðvum Orkuveitunnar og þangað geta börn komið og beitt hugmyndafluginu. Ganson segir tækniþekkinguna koma frá fullorðna fólkinu en hugmyndirnar frá börnunum. Þetta gerist með því að horfa á hlut og leika með hann, en börn séu snillingar í frjálsri hugsun. Afrakstur vinnunnar kemur svo í ljós á sunnudaginn þegar verkið verður sýnt en Arthur Ganson segist ekki hafa hugmynd um hvernig verkið verður eða hvers megi vænta af íslensku börnunum. Hann sé reyndar mjög spenntur að sjá hvernig þau vinni.
Tilveran Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira