Færni vörubílstjóra fer batnandi 13. apríl 2005 00:01 "Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði." Nám Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði."
Nám Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira